Föstudagur 05.mars 2021
Fókus

Drew Barrymore opnar sig um dvöl sína á geðdeild – Læst inni í herbergi með hendur bundnar fyrir aftan bak

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 09:53

Drew Barrymore.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Drew Barrymore var vistuð á geðdeild í átján mánuði þegar hún var þrettán ára. Hún opnaði sig um upplifun sína í útvarpsþætti Howard Stern.

Drew Barrymore var barnastjarna í Hollywood en líf hennar var þó enginn dans á rósum. Móðir hennar vistaði hana inn á geðdeild í eitt og hálft ár. Hún deilir nýjum upplýsingum um reynslu sína í samtali við Howard Stern.

„Ég var vön að hlæja að þessum heilsuhælum. Því þau voru algjör andstæða við það sem ég upplifði. Ég var á geðdeild í eitt og hálft ár, þú gast ekki fíflast þarna og ef þú gerðir það þá var þér annað hvort hent inn í hvítt bólstrað herbergi eða þú varst bundin við sjúkrabörur,“ segir hún.

Drew segir að móðir hennar, Jaid Barrymore, hafi vistað hana á geðdeildinni því hún hafi verið „kærulaus barnastjarna“ með „of mikla fjármuni.“

Drew var barnastjarna.

„Ég fór á skemmtistaði, fór ekki í skólann, stal bílnum hennar mömmu og ég var stjórnlaus. Stundum var það bara þannig, og stundum var ég svo reið að ég missti mig og var síðan hent inn í [bólstraða herbergið],“ segir Drew. Hún var látin dúsa í herberginu í marga klukkutíma á meðan hún „jafnaði sig“, stundum með hendurnar bundnar fyrir aftan bak.

Lærði að fyrirgefa móður sinni

Drew viðurkennir að þetta hafi verið öfgakenndur agi, en segist hafa áttað sig á því með tímanum að hún hafi þurft á þessu að halda.

„Ég spurði mig sjálfa af hverju þetta væri að gerast. Og ég hugsaði að kannski þyrfti ég alveg klikkaðan aga til að koma mér á beinu brautina, því allt var svo aðgengilegt fyrir mig. En það liðu alveg sex til átta mánuðir. Fyrstu átta til sex mánuði var ég svo reið að ég sá rautt,“ segir hún.

Drew segist skilja ákvörðun móður sinnar í dag, eftir 30 ára sálfræðiaðstoð, mikla sjálfsvinnu og eftir að hafa sjálf eignast börn. „Ég held að [móðir mín] hafi búið til skrímsli og hún hafi ekki vitað hvað hún ætti að gera við skrímslið,“ segir Drew. Hún hætti að tala við móður sína um árabil en lærði með tímanum að fyrirgefa.

Samband þeirra er betra í dag og hefur þessi reynsla hjálpað Drew að átta sig á hvers konar móðir hún vill vera. „Ég sagði við mína eigin dóttur, að ég væri ekki vinkona hennar og muni aldrei verða vinkona hennar. Ég væri mamma hennar. Ég átti mömmu sem var vinkona mín og við ætlum aldrei að gera það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Samstarfskonur uppgötva að þær eru líffræðilegar systur

Samstarfskonur uppgötva að þær eru líffræðilegar systur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Komst að tvöföldu lífi eiginmannsins á lygilegan hátt

Komst að tvöföldu lífi eiginmannsins á lygilegan hátt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Björn lýsir því hvernig hann fyrirgaf banamönnum sonar síns: „Þetta var ofboðslega sárt og erfitt ferli“

Björn lýsir því hvernig hann fyrirgaf banamönnum sonar síns: „Þetta var ofboðslega sárt og erfitt ferli“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jennifer Lopez gerir allt vitlaust í svakalegum sundbol

Jennifer Lopez gerir allt vitlaust í svakalegum sundbol
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástæðurnar fyrir því að gagnkynhneigðir karlmenn stunda kynlíf með öðrum karlmönnum

Ástæðurnar fyrir því að gagnkynhneigðir karlmenn stunda kynlíf með öðrum karlmönnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaðurinn handviss um að hún sé að ljúga þrátt fyrir lygamælipróf

Eiginmaðurinn handviss um að hún sé að ljúga þrátt fyrir lygamælipróf