fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fókus

Draumadagurinn breyttist í martröð: Missti æskuástina og 9 mánaða son – Ætlaði að biðja hennar um kvöldið

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 27. nóvember 2021 07:30

Myndir: Charlie Bianco-Ashley

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

13. janúar árið 2019 átti að vera einstakur og fallegur dagur í lífi hins 28 ára gamla Charlie Bianco-Ashley en hann ætlaði að biðja kærustu sína til margra ára, Nicole Newman, um að trúlofast sér um kvöldið.

Dagurinn fór þó ekki eins og Charlie bjóst við. Í stað þess að biðja kærustunnar um kvöldið eins og hann hafði ætlað sér þá sat hann við sjúkrarúmið hennar á meðan hún dró síðasta andardráttinn eftir bílslys sem hún lenti í fyrr um daginn. The Sun fjallaði um málið.

Charlie og Nicole voru úti að ganga saman með 9 mánaða gömlum syni sínum, Luciano. Þau voru á leið heim til móður Nicole til að fara með soninn í pössun. „Ég er með svolítið óvænt fyrir þig heima,“ sagði Charlie við Nicole á leiðinni. „Hvað er það?“ spurði Nicole og þrábað hann um að segja sér hvað þetta óvænta væri. Charlie grunaði að hún vissi þó að heima leyndist demantshringurinn sem hún hafði sjálf valið.

„Við ætluðum að fá okkur að borða og svo ætlaði ég niður á skeljarnar. Lífið var yndislegt.“

Draumadagurinn varð að martröð

Þegar litla fjölskyldan var einungis mínútum frá heimili sínu fóru þau yfir umferðarþunga götu og það var þá sem draumadagurinn breyttist í martröð. Nicole og Luciano urðu fyrir bíl, kerran flaug upp í loftið er bíllinn klessti á þau og Nicole skall í jörðina.

Charlie man sjálfur ekki eftir miklu úr slysinu sjálfu eða því sem gerðist beint í kjölfarið á því. Vitni að slysinu segja að hann hafi öskrað „kærastan mín er dáin“ og „ég þarf barnið mitt“ eftir slysið.

Þær tvær manneskjur sem Charlie elskaði mest í lífinu sínu lágu á götunni. Kærastan hans lifði slysið ekki af en sonur hans var enn á lífi, hann var þó afar illa slasaður. „Ég horfði á hana draga síðasta andardráttinn á meðan sjúkrabíllinn brunaði með Luciano á Kings College spítalann í London.“

Sjúkraliðarnir sögðu við Charlie að það væri ólíklegt að sonur hans myndi lifa af, það þurfti að endurlífga hann á spítalanum og hann fór í aðgerð á hryggnum. „En það hjálpaði ekki. Viku síðar slökkti ég á vélinni sem hélt í honum lífinu. Það var það erfiðasta sem ég hef þurft að gera á ævinni minni en læknarnir sögðu að hann ætti enga möguleika á að lifa af.“

Nicole og Luciano voru brennd saman en Charlie segir það hafa verið gert svo þau gætu verið saman að eilífu.

Ást við fyrstu sýn

Síðan slysið varð hefur Charlie oft gert sér ferð að slysstaðnum. „Bara til að sitjast niður og tala við þau,“ segir hann. „Ég sakna þeirra beggja svo mikið. Luciano var klárasti og fyndnasti litli strákurinn og Nicole var svo dásamleg. Ég hitti hana þegar hún var 13 ára og ég var 15 og það var, þrátt fyrir ungan aldur okkar, ást við fyrstu hann.“

Charlie og Nicole bjuggu í sama nágrenninu og léku sér saman úti. Þegar þau urðu eldri eyddu þau miklum tíma saman, sátu í herbergjum hvors annars og slökuðu á saman. „Hún var fullkomin og töfrandi. Ég sagði að við myndum eignast barn og ég hafði rétt fyrir mér,“ segir hann.

„Ég get ekki fyrirgefið honum. Ég hata hann“

Í október á þessu ári játaði Tyson Haynes, 53 ára karlmaður frá Brockley í suðaustur London, að hann varð Nicole og Luciano að bana. „Hann mun þurfa að lifa með því sem gerðist og ég get ekki fyrirgefið honum. Ég hata hann. Hann tók í burtu konuna sem ég ætlaði að giftast og son minn.“

Þrátt fyrir þetta mikla áfall þá er Charlie ekki af baki dottin. „Þetta er ótrúlega erfitt og ég sakna þeirra alltaf – en þau eru ennþá hérna með mér. Ég hef haldið í smá af dótinu hans Luciano, náttfötunum hans og barnatrommusettinu hans, það hjálpar. Ég er seigur og sterkur. Ég verð að halda áfram fyrir fólkið sem getur ekki haldið áfram. Ég mun ekki gefast upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims
Fókus
Í gær

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum