fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fókus

Ragga nagli með mikilvæg skilaboð – „Drulluhalinn er jafnvel í hádeginu á miðvikudegi að undirbúa viðbjóðsverknað sinn“

Fókus
Mánudaginn 22. nóvember 2021 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ekki drekka áfengi
Ekki neyta vímuefna
Ekki taka kvíðalyf
Vertu allavega búin að borða fyrir kráarröltið
Ekki labba ein heim
Ekki fara í eftirpartý
Vertu með lykla milli puttanna úti á götu
Kveiktu á GPS og Track my Iphone appinu
Ekki vera í stuttu pilsi
Ekki sýna brjóstaskoru
Ekki daðra við ókunnuga
Passaðu alltaf drykkinn þinn
Best er samt að djamma ekki
Heima að horfa á vídjó“

Sálfræðingurinn og þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, bendir á að samkvæmt Internetinu séu ofangreind atriði dæmi um meint „gagnleg ráð til að koma í veg fyrir byrlun og nauðgun“. Þegar kona greini opinberlega frá áreitni þá líði oft ekki á löngu áður en einhver hefur reynt að kenna konunni sjálfri um brotið því hún hafi ekki farið að þessum ráðum. Hún skrifar um þetta í pistli sem hún birti á Facebook-vegg sínum.

„Ef kona lendir í áreitni eru heykvíslarnar fljótar á loft og fórnarlambsskömmin dælist á lyklaborðið.

„Hún hefði nú ekki átt að vera ein á ferð!!“
„Var hún ekki ofurölvi??“
„Hvernig dettur henni í hug að fara heim með ókunnugum?“.“

Jafn gagnleg og regnhlíf í íslensku skítaveðri

Ragga bendir á að engin „gagnleg ráð“ geti tryggt það að ekki verði brotið á konu.

„Kona getur sinnt öllum varúðarráðstöfunum en ef 90 kílóa kjötaður karlmaður kemur askvaðandi með kreppta hnefa og árásarglampa í auga þá eru lyklarnir að Mözdunni og sjálfsvarnartækni frá námskeiði í Ármúlanum jafn gagnleg og regnhlíf í íslensku skítaveðri.“

Raunin sé sú að þeir sem byrli konum ólyfjan til að brjóta á þeim séu ekki að taka neina skyndiákvörðun heldur þurfi að undirbúa sig vel.

„Sá sem byrlar og nauðgar þarf að undirbúa sinn glæp löngu áður en hann er framkvæmdur.

Glæponinn þarf að verða sér úti um smjörsýru eða Rohypnol, dressa sig upp fyrir tjúttið, spotta út fórnarlambið, bjóða uppá drykk, lauma dufti í glas, bíða eftir áhrifunum og drösla svo viðkomandi lymskulega útaf skemmtistað og uppí næsta leigara.

Að gerendur séu edrú á djamminu myndi þess vegna ekki draga úr tíðni slíkra brota þar sem drulluhalinn er jafnvel í hádeginu á miðvikudegi að undirbúa viðbjóðsverknað sinn.“

Ekki stundargredda í ölæði

Nýlega skrifaði lögmaðurinn og fyrrum dómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson pistil þar sem hann hélt því fram að áfengis- og vímuefnanotkun væri ástæða flestra kynferðisbrota og að besta vörnin við slíkum brotum væri ef þolendur gættu sín sjálfir. Pistill þessi vakti hörð viðbrögð og var Jón Steinar sakaður um gerendameðvirkni og kvenfyrirlitningu svo dæmi séu tekin.

Ragga bendir á að nauðgun sé ekki framkvæmd í stundarbrjálæði undir áhrifum áfengis. Nauðgun sé ásetningsbrot og eigi sér líka stað þegar fólk er edrú.

„Einbeittur brotavilji fram í fingurgóma.
Nauðgun er ekki stundargredda í ölæði.
Nauðgun er valdbeiting og ofbeldi.
Nauðgun gerist líka hjá fólki sem er edrú.
Börnum er nauðgað.
Föngum er nauðgað.
Konum er nauðgað í miðri viku.
Körlum er nauðgað í vinnunni.“

Fræðsla og upplýst samþykki

Telur Ragga að fremur en að kenna konum hvernig þær eigi að komast hjá því að brotið verði á þeim ætti að fræða börn um kynferðisbrot, afleiðingarþeirra og um mikilvægi þess að fá upplýst samþykki í kynlífi.

„Í staðinn fyrir að brýna fyrir konum hvernig þær eigi að hegða sér, eigum við ekki frekar að fræða stráka (og stelpur) um nauðgun, afleiðingar ofbeldis og fá upplýst samþykki í kynlífi.
Meðvitund um eigin hegðun, samhyggð og skilningur frá karlmönnum er líklegra til að stuðla að breytingum og betri veröld fyrir konur en heil blaðsíða af leitarniðurstöðum Google um hvernig eigi að vera örugg á djamminu.
Þegar land verður fyrir hryðjuverkaárás er íbúum annarra landa ekki sagt að breyta hegðun sinni til að verða ekki líka fyrir árás.
En konum er sagt að breyta hegðun sinni til að verða ekki fyrir byrlun og nauðgun.
Fórnarlambsvæðing í hnotskurn.
Ofbeldi er ekki á ábyrgð þolandans. Það er alltaf gerandans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“