fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fókus

Netverjar missa sig yfir myndum af Kim Kardashian og Pete Davidson haldast í hendur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 1. nóvember 2021 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru komnar þrjár vikur síðan raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og grínistinn Pete Davidson deildu kossi sem Aladín og Jasmín prinsessa í Saturday Night Live.

Skjáskot úr SNL.

Það virðist hafa myndast vinsskapur á milli stjarnanna miðað við myndir af þeim sem eru að fara eins og eldur um netheima.

Kim, 41 árs, og Pete, 27 ára, fóru saman í skemmtigarð á föstudaginn síðastliðinn og héldust í hendur í rússíbana. Með þeim var meðal annars stjörnuparið Kourtney Kardashian og Travis Barker.

Það er óhætt að segja að myndirnar hefðu ært netverja og má finna fjölda myndbanda á TikTok þar sem þessar myndir eru ræddar í þaula og ýmsar kenningar lagðar fram. Margir vonast að um sé að ræða nýtt stjörnupar en heimildarmaður náinn stjörnunum segir í samtali við People að þau séu aðeins góðir vinir.

„Þau þekkja sama fólkið þannig þau eru stundum saman. Þau eru bara vinir,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ein frægasta útvarpsstjarna heims sögð vera á útleið

Ein frægasta útvarpsstjarna heims sögð vera á útleið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ræða goðsagnakennda frammistöðu Holland yfir samlokugerð – Og hver átti netsokkabuxurnar?

Ræða goðsagnakennda frammistöðu Holland yfir samlokugerð – Og hver átti netsokkabuxurnar?