fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fókus

Þetta er ástæðan fyrir því að Doddi litli er hættur að bjóða Jóni Gnarr í afmæli sín -„Skiluru núna?“

Fókus
Miðvikudaginn 20. október 2021 16:00

Jón Gnarr - Mynd/Óttar G Þórður Helgi - Mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr, fjöllistamaður og þúsundþjalasmiður, er ekki einn þeirra sem hlakkar til að mæta á barinn um helgar. Þvert á móti þá reynir hann helst að komast hjá því.

„Mér er stundum boðið í eðm húllumhæ á em bar. Ég reyni að fara ekki,“ tísti Jón í dag. Hann útskýrir málið frekar.

„Ég er með andlitsblindu og frekar sósíallý öfugr, heyrnarskertur og skynja tónlist svipað og læti í börnum. Mér líður illa og heyri ekkert. Til að bæta svo gráu ofan á svart þá drekk ég ekki og alltaf leiðst drukkið fólk.“

Útvarpsmaðurinn Þórður Helgi Þórðarson, einnig þekktur sem Doddi litli, skrifar athugasemd við tístið og bendir Jóni á að einmitt út af þessu fái Jón ekki boð í afmæli Þórðar.

„Skiluru núna af hverju ég býð þér ekki í ammælið mitt? Hættu svo að kvarta yfir því!“

Þá spyr Jón hvort að Þórður sé að tala um fæðingardagshátíð. Þá svarar Þórður:

„Einmitt þetta, þegar þú komst einu sinni í afmælið mitt þá varstu allan tímann að rausa um Af mæli? Hmm? Hvað er nú það, þetta er fæðingarhátíð ekki AF-Mæli! Fólk bað mig um að bjóða þér ekki aftur.“ 

Þessi var Jón ósammála: „Það fannst öllum þetta mjög athyglisverður punktur“ 

Þórður benti Jóni á að það gæti verið að fyrst hafi fólki þótt þetta áhugavert. „En þegar þú varst kominn í tíunda hringinn með þetta AF-MÆLI???? HMMMM Er verið að mæla af einhverju? Hmmm þá fékk fólk nóg.“

Jón vildi ekki sætta sig við þessa niðurstöðu í málinu og bað Þórð um að hitta sig í klukkustund.

„Ég skal leiða þig í sannleikann um þetta. Eina sem ég bið þig um er að hlusta með opnum huga.“ 

Fróðlegt verður að fylgjast með framhaldi málsins og að hvaða niðurstöðu félagarnir komast. Er það Afmæli eða fæðingardagshátíð? Verður Jóni boðið aftur í afmæli Þórðar? Mun Jón mæta í afmælið ef það er haldið sem húllumhæ á einhverjum bar? Og fyrst og fremst – er þetta frétt?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra