fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fókus

12 ára íslensk leikkona valin sú besta úr hópi 200 kvikmynda

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 18. október 2021 12:33

Kristín Erla Pétursdóttir. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Erla Pétursdóttir 12 ára aðalleikkona í kvikmyndinni Birtu eftir Braga Þór Hinriksson var valin besta leikkonan í hópi ungmenna þvert á aldursflokka frá 7-18 ára á Schlingel í Chemnitz í Þýskalandi, einni af stærstu barnakvikmyndahátíð í Evrópu.

Kristín þótti bera af sem leikkona af um það bil 200 kvikmyndum sem sýndar voru á hátíðinni þetta árið. Dómnefndin á Schlingel taldi leik hennar eftirminnilegan og áhrifaríkan þar sem hún þótti fara á afar trúverðugan hátt með hlutverk sitt.

Kristín er í Kvíslarskóla í Mosfellsbæ. Hún hefur leikið umtalsvert síðastliðin ár og meðal annars tekið þátt í Stundinni okkar. Hún sjálf segist ekki hafa búist við þessu og tíðindin hafi komið verulega á óvart þegar nafn hennar var kallað upp.

Bragi Þór Hinriksson leikstjóri segir þetta innilega verðskulduð verðlaun fyrir Kristínu Erlu, hún hafi sýnt þvílíka næmni og fagmennsku við leik sinn í Birtu, oft við krefjandi aðstæður. Kristín hafi haft hæfileika til að sýna allan tilfinningaskalann í  myndinni sem að hans viti hafi verið fordæmalaust.

„Ég er einstaklega stoltur af Kristínu sem leikstjóri og einn framleiðenda myndarinnar. Það er í raun ekki hægt að óska eftir betra hrósi. Við hefðum einnig ekki getað verið heppnari með þessi verðlaun í þeirri hörðu samkeppni sem blasti við okkur.  Ég held að allir krakkar á Íslandi geti fundið eitthvað í sjálfum sér við að horfa á leik Kristínar og ég hlakka til að sýna þeim myndina,“ segir Bragi að lokum.

Kvikmyndin Birta er fyrsta leikna barna- og fjölskyldumyndin hér á landi síðan Víti í Vestmannaeyjum var frumsýnd árið 2018, sem einnig var leikstýrt af Braga Þór Hinrikssyni. Birta verður frumsýnd í bíóhúsum Senu, Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó á Akureyri 5.nóvember næstkomandi. Myndin verður svo sýnd á Síminn Premium 25. nóvember samhliða sýningum í bíóhúsum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Málin sem vöktu mesta athygli á Fókus árið 2025 – Viðtöl, úlfúð, Íslandsvinir, kynlíf, þyngdarstjórnun og Söngvakeppnin

Málin sem vöktu mesta athygli á Fókus árið 2025 – Viðtöl, úlfúð, Íslandsvinir, kynlíf, þyngdarstjórnun og Söngvakeppnin
Fókus
Í gær

Svona geturðu platað heilann og borðað minna – Fimm góð ráð

Svona geturðu platað heilann og borðað minna – Fimm góð ráð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hanna Rún föndraði ævintýrahús fyrir „jólamýsnar“ – Sjáðu myndbandið

Hanna Rún föndraði ævintýrahús fyrir „jólamýsnar“ – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ritari Sjálfstæðisflokksins flytur sig um set

Ritari Sjálfstæðisflokksins flytur sig um set
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vaknaði grautþunnur og dagurinn var næstum því ónýtur – Gerði þetta í staðinn

Vaknaði grautþunnur og dagurinn var næstum því ónýtur – Gerði þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólin á Instagram – Meira vatn, svefn og bótox á nýju ári

Jólin á Instagram – Meira vatn, svefn og bótox á nýju ári
Fókus
Fyrir 4 dögum

Byrjaðu árið 2026 með þessum vatnslosandi heilsudrykk

Byrjaðu árið 2026 með þessum vatnslosandi heilsudrykk
Fókus
Fyrir 5 dögum

Greindist með ristilkrabbamein 24 ára: Hunsaði einkennin og hvetur aðra til að gera ekki sömu mistök

Greindist með ristilkrabbamein 24 ára: Hunsaði einkennin og hvetur aðra til að gera ekki sömu mistök