fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
Fókus

Vilja láta banna hann á YouTube – „Þessi áhrifavaldur er að drepa sig hægt fyrir áhorf“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 17. október 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nikocado Avocado er YouTube-stjarna með yfir fjórar milljónir áskrifenda á nokkrum YouTube-rásum. Hann er þekktur fyrir að birta kaotísk myndbönd þar sem hann borðar mjög mikið magn af mat. Oftast nær er eitthvað annað líka í gangi; eitthvað drama, einhver grátur, jafnvel harkalegt rifrildi.

Síðastliðið eitt og hálft ár hafa áhyggjur áhorfenda vaxið, bæði vegna andlegrar og líkamlegrar heilsu hans. Titlarnir á myndböndunum eiga það til að vera mjög öfgakenndir, oft svokallaðar smellubeitur. Hann er einnig þekktur fyrir að eiga í erjum við aðrar YouTube-stjörnur.

Var vegan áhrifavaldur

Áður en hann var þekktur fyrir að borða mikið magn af skyndibitamat var hann þekktur vegan áhrifavaldur. Hann stofnaði fyrst YouTube-rás árið 2014 og snerist rásin alfarið um vegan lífsstílinn, mataræðið og virðinguna sem hann bar fyrir dýrunum.

Nikocado Avocado.

Nikocado byrjaði síðan að feta sig áfram við gerð mukbang myndbönd en slík myndbönd njóta mikilla á YouTube. Þessi myndbandastíll kom fyrst frá Suður-Kóreu árið 2010 og snýst í stuttu máli um að fólk er að borða og spjalla fyrir framan myndavélina. Margir þeirra sem gera Mukbang-myndbönd borða óhóflega mikið magn af mat í einu og er Nikocado Avocado einn af þeim.

Nikocado sá að því klikkaðri myndböndin hans eru, því meiri áhorf virtist hann fá. Það hefur valdið því að hann á fjölda gagnrýnenda sem hafa reynt að fá YouTube til að banna hann á miðlinum.

Enn furðulegri myndbönd

Undanfarnar vikur virðist efni hans hafa orðið furðulegra og kaotískara. Nikocado braut nokkur rifbein fyrir stuttu og birti vikuna eftir það sex myndbönd af sér borða í rúminu, meðal annars eitt titlað: „Nýja mataræðið mitt sem fötluð manneskja.“

Í nýjustu myndböndunum hans er hann tengdur við öndunartæki, eitt þeirra titlað: „Ég held áfram að þyngjast og það er hætt að skipta mig máli.“

Nú hafa verið settar af stað nokkrar undirskriftasafnanir þess efnis að banna hann á miðlinum. Ástæðan er sú að fólki finnst hann vera að stofna heilsu og lífi sínu í hættu fyrir vinsældir á samfélagsmiðlum. Hann sé þar að auki slæm fyrirmynd og sé að hvetja aðra til að gera slíkt hið sama, að setja vinsældir og áhorf ofar heilsu.

Nokkrar stórar YouTube-stjörnur hafa tjáð sig um mál Nikocado. Meðal annars MoistCr1tikal, sem er með rúmlega níu milljón áskrifendur á miðlinum. Hann deildi myndbandinu: „Þessi áhrifavaldur er að drepa sig hægt fyrir áhorf.“

Myndbandið hefur fengið tíu milljónir í áhorf. Þú getur horft á það hér að ofan.

Sjá einnig: Kaotísk veröld umdeildu YouTube-stjörnunnar

DV fjallaði um Nikocado Avocado fyrr á árinu. Upphaf hans á YouTube sem vegan áhrifavaldur og fiðluleikari, stormasamt samband hans og eiginmanns hans fyrir allra augum og drama með öðrum YouTube-stjörnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Höfundur Harry Potter-bókanna skotmark aktívista – „Ég hef nú fengið svo mikið af líflátshótunum að ég gæti veggfóðrað húsið mitt með þeim“

Höfundur Harry Potter-bókanna skotmark aktívista – „Ég hef nú fengið svo mikið af líflátshótunum að ég gæti veggfóðrað húsið mitt með þeim“
Fókus
Í gær

Raggi Sig og Elena eiga von á öðru barni

Raggi Sig og Elena eiga von á öðru barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingibjörg er í kynlífsvinnu og eyddi Facebook vegna femínískra-hópa – „Stöðugt að minna mig á að þeim finnst það sem ég er að gera ógeðslegt, rangt og skaðlegt“

Ingibjörg er í kynlífsvinnu og eyddi Facebook vegna femínískra-hópa – „Stöðugt að minna mig á að þeim finnst það sem ég er að gera ógeðslegt, rangt og skaðlegt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leið eins og hún hefði verið kýld í magann þegar hún skoðaði upptökuna eftir æfingu

Leið eins og hún hefði verið kýld í magann þegar hún skoðaði upptökuna eftir æfingu