fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fókus

Lisa Rinna kærð fyrir að birta mynd af sjálfri sér

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 6. október 2021 11:32

Lisa Rinna. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan og raunveruleikastjarnan Lisa Rinna hélt að henni og paparazzi ljósmyndurunum, sem elta hana og fjölskyldu hennar á röndunum, kæmu vel saman. Þar til hún var kærð fyrir að birta paparazzi ljósmynd af sér sjálfri á samfélagsmiðlum.

„Ég hef alltaf litið svo á að þetta samband hagnist okkur báðum,“ segir Lisa í samtali við Los Angeles Times.

„Þetta var hluti af leiknum ef þú ætlaðir að vera í þessum iðnaði. Ég hef alltaf verið vingjarnleg. Ég hef aldrei rifist við þá, aldrei hlaupið frá þeim. Börnin mín ólust upp við að ljósmyndarar stukku úr runna í Malibu. Við höfum átt mjög gott samband við fjölmiðla og paparazzi ljósmyndara. Þess vegna er ég svona hissa yfir þessu.“

Backgrid, sem er umboðsskrifstofa paparazzi ljósmyndara, kærði Lisu í júní. Backgrid heldur því fram að Lisa hefði gerst brotleg við höfundarréttarlög með því að deila átta myndum af henni og tveimur dætrum hennar á Instagram, myndum sem paparazzi ljósmyndarar höfðu tekið.

Umboðsskrifstofan fór fyrst fram á að Lisa myndi greiða þeim sem samsvarar 155 milljónum króna í skaðabætur. Þegar hún neitaði höfðuðu þeir málsókn gegn henni.

Berst á móti

Lisa er ekki fyrsta stjarnan til að lenda í þessu en hún ætlar að berjast á móti. Hún hefur beðið dómara um að vísa málinu frá á þeim forsendum að umboðsskrifstofan hefur „í raun gert höfundaréttarlögin að vopni“ til þess að afla sér tekna sem þeir misstu í heimsfaraldrinum.

Í hennar málflutningi bendir Lisa á að af þeim 50 höfundarréttarmálsóknum sem Backgrid hefur höfðað síðan 2017 er um tveir þriðju þeirra síðan 2020 og 2021.

Rök Lisu eru að Backgrid hefur misst tekjur í heimsfaraldrinum því stjörnurnar hafa haldið sig mikið heima fyrir og þar með minni vinna fyrir paparazzi ljósmyndara.

Eins og fyrr segir er Lisa ekki fyrsta stjarnan til að lenda í þessu. Í ágúst 2018 greindi Khloé Kardashian frá því að hún hefði verið kærð fyrir að birta paparazzi ljósmynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hvað er besta áramótaskaupslagið?

Hvað er besta áramótaskaupslagið?
Fókus
Í gær

Bestu lög ársins að mati Bigga Maus – „Þetta var stórkostlegt ár í íslenskri tónlist“

Bestu lög ársins að mati Bigga Maus – „Þetta var stórkostlegt ár í íslenskri tónlist“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Að vera 55 ára og hafa nóg að gera, það er bara geggjað. Það er gjöf.“

„Að vera 55 ára og hafa nóg að gera, það er bara geggjað. Það er gjöf.“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“