fbpx
Fimmtudagur 15.apríl 2021
Fókus

86 ára maður leitar hjálpar – „Get ekki fengið fullnægingu“

Fókus
Laugardaginn 9. janúar 2021 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pamela Stephenson Connolly er sérfræðingur kynlífsvandamálum og svarar spurningum lesenda hjá The Guardian.

Henni barst spurning frá 86 ára karlmanni sem er hræddur um að fullnæging sé úr sögunni sökum aldurs.

„Ég er 86 ára maður sem hefur átt gott kynlíf í gegnum tíðina. En í síðustu viku gat ég ekki fengið fullnægingu, alveg sama hversu mikið eiginkona mín reyndi að hjálpa mér eða hversu mikið af klámi ég horfði á. Er ég að ganga í gegnum tímabundið skeið þar sem ég get ekki fengið fullnægingu eða hef ég misst getuna til þess að fá sáðlát til frambúðar? Er það mögulegt að líkaminn minn muni aldrei upplifa aðra fullnægingu? Getur þú hjálpað mér? Ég er örvæntingarfullur.“ 

Pamela svarar að aldur einn og sér hafi ekki áhrif á getuna til að örvast og fá sáðlát.  Það geti alls konar þættir haft áhrif. Hvetur hún manninn til að hugsa vel um hvað hafi breyst síðan hann fékk síðast fullnægingu. Kannski ný lyf, aukin streita, áföll eða missir, kvíði eða þunglyndi.

„Hver og einn þessa þátta getur haft áhrif á getu þína til að fá fullnægingu. Ef þú heldur að þetta gæti verið vandamál vegna lyfja, þá skaltu biðja lækninn þinn um önnur lyf. Þetta er bara spurning að finna orsökina. Ég veit að við öll erum að ganga í gegnum erfiða tíma, svo það gæti hjálpað þér að finna afslöppunar aðferðir sem þú getur notað heima við og minnkað streitu.“

Ráðleggur hún manninum að reyna að hreyfa sig reglulega og leita til læknis.

„Þú gætir veðið um hormónatöflur. Þú getur líka fengið sálfræðiaðstoð á netinu ef þú heldur að það geti gagnast. Aldurinn einn og sér er ekki vandamálið. Þú átt það skilið að halda áfram að njóta fullnægingar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vissir þú þetta um Macarena? – Lagið sem allir þekkja er ekki eins saklaust og þú heldur

Vissir þú þetta um Macarena? – Lagið sem allir þekkja er ekki eins saklaust og þú heldur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lærðu dansinn við „10 years“ skref fyrir skref

Lærðu dansinn við „10 years“ skref fyrir skref
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Þú getur verið kvenleg og sterk á sama tíma“

Vikan á Instagram – „Þú getur verið kvenleg og sterk á sama tíma“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snyrtifræðingurinn mætti fullur í vinnuna og þetta gerðist – „Hahaha Þú lítur út eins og Ross úr Friends“

Snyrtifræðingurinn mætti fullur í vinnuna og þetta gerðist – „Hahaha Þú lítur út eins og Ross úr Friends“