fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Segir Sævar hafa drullað rækilega á sig – „Ekki kenna öðrum um“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 17:00

Sævar Helgi Bragason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Helgi Bragason, vísindamiðlarinn sem oftast er kenndur við stjörnurnar, hefur vakið mikla athygli eftir að hann opnaði sig um sparnaðarráð sín í hlaðvarpinu Leitin að peningunum.

Sævar fékk mikla gagnrýni eftir að fjallað var um sparnaðarráð hans í fjölmiðlum en frétt Hringbrautar um málið fór til að mynda á mikið flug. Hildur Lillendahl Viggósdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, var ein þeirra sem gagnrýndi ráð Sævars. „Ég var að lesa sparnaðar­ráð á inter­netinu,“ sagði Hildur um málið og vísaði til Sævars án þess að nefna hann þó á nafn.

„Kemur í ljós að ef þú flytur inn á annað fólk og lætur það um að sjá um öll inn­kaup og borga alla reikninga og van­rækir svo barnið þitt til að geta unnið 200% vinnu, þá geturðu safnað mörgum milljónum. Easy.“

Sævar tjáði sig um gagnrýnina á Twitter. „Það er vandasamt að draga ályktanir út frá takmörkuðum gögnum og upplýsingum. Gott veganesti út í lífið, sér í lagi í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum,“ skrifaði Sævar og hélt áfram. „Hef líka lært það að það sem er satt og rétt skiptir sumt fólk ekki neinu máli. Það ætti samt að þekkja það á eigin skinni þegar tilvitnanir í það eru teknar úr samhengi og notaðar til að æsa upp eða fá smelli. Ómerkilegt. Live and learn.“

„Ekki kenna öðrum um“

Þá sagði Sævar að það hafi verið snúið mikið út úr orðunum sem hann lét falla í hlaðvarpinu. „Já, það var snúið út úr, mjög mikið. Sem er dapurt. En þegar fólk dregur rangar ályktanir út frá fyrirsögnum og ónógum upplýsingum og nýtir það til að dreifa óhróðri og lygum, þá er það á ábyrgð þeirra. Enda er ein búin að biðjast afsökunar og eyða tístinu. En skaðinn er skeður,“ segir hann.

Fjölmiðlakonan María Lilja Þrastardóttir svarar þessum orðum Sævars þá með mikilli hörku. „Skaðinn skeður? Nú hlustaði ég á þig segja með eigin orðum að þú hafir flutt inn á foreldra þína og valið að hitta son þinn minna til að safna peningum,“ segir hún.

„Ég held að þér hafi tekist að drulla rækilega á þig sjálfur með þessu forréttindahjali. Ownaðu það en ekki kenna öðrum um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“