fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Kynna drykkjarílát í anda víkinganna í tilefni þorrans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 18:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafnkell Birgisson hefur hannað drykkjarílát úr gleri sem vísar til drykkjarhorna í fornöld. Gripurinn ber heitið Glasið og það er fyrirtækið Dwarfware sem nú hefur sett það á markað í tilefni þorrans.

Í fréttatilkynningu frá Dwarfware segir:

„Hönnuður glassins er Hrafnkell Birgisson sem hefur orðspor fyrir sögu- og menningartengda hönnun þar sem hann hefur endurvakið notkun á hráefni og handverki í ólíkum verkefnum.

Fáir íslenskir hönnuðir hafa skapað nýjung og sérstöðu með hönnun á drykkjaríláti úr gleri. Okkar mat er að Hrafnkeli hafi tekist það með „Glasinu”.

Glasið er handgert í Póllandi og vísar til drykkjarhorna forfeðranna. Lögun glassins gerir það að verkum að það liggur sérstaklega vel í hendi.

Í hinum forn norræna heimi voru dýrahorn til margra nota þó mest til drykkju. Dwarfware hefur fært hornin í nútímabúning í formi handgerðs drykkjarglass.

Við hönnunina á „Glasinu“ skorar Hrafnkell á handverk glerblásarans með einföldu en ósamhverfu formi sbr. Savoy vasa Alvar Aalto frá 1936. Hrafnkell vann mánuðum saman með
glerblásurunum í Krosno þar til að þeim tókst að framkalla þessa lögun án nokkurra sýnilegra spora frá samskeytum framleiðslumótanna.

Glösin fást einnig með útvöldum áprentuðum versum úr Hávamálum. Mörg vers í Hávamálum lýsa drykkjusiðum manna, lífssýn, atferli og vísa þeim veginn.“

Sjá nánar: https://www.dwarf-ware.com/glasi

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát