fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Kynna drykkjarílát í anda víkinganna í tilefni þorrans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 18:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafnkell Birgisson hefur hannað drykkjarílát úr gleri sem vísar til drykkjarhorna í fornöld. Gripurinn ber heitið Glasið og það er fyrirtækið Dwarfware sem nú hefur sett það á markað í tilefni þorrans.

Í fréttatilkynningu frá Dwarfware segir:

„Hönnuður glassins er Hrafnkell Birgisson sem hefur orðspor fyrir sögu- og menningartengda hönnun þar sem hann hefur endurvakið notkun á hráefni og handverki í ólíkum verkefnum.

Fáir íslenskir hönnuðir hafa skapað nýjung og sérstöðu með hönnun á drykkjaríláti úr gleri. Okkar mat er að Hrafnkeli hafi tekist það með „Glasinu”.

Glasið er handgert í Póllandi og vísar til drykkjarhorna forfeðranna. Lögun glassins gerir það að verkum að það liggur sérstaklega vel í hendi.

Í hinum forn norræna heimi voru dýrahorn til margra nota þó mest til drykkju. Dwarfware hefur fært hornin í nútímabúning í formi handgerðs drykkjarglass.

Við hönnunina á „Glasinu“ skorar Hrafnkell á handverk glerblásarans með einföldu en ósamhverfu formi sbr. Savoy vasa Alvar Aalto frá 1936. Hrafnkell vann mánuðum saman með
glerblásurunum í Krosno þar til að þeim tókst að framkalla þessa lögun án nokkurra sýnilegra spora frá samskeytum framleiðslumótanna.

Glösin fást einnig með útvöldum áprentuðum versum úr Hávamálum. Mörg vers í Hávamálum lýsa drykkjusiðum manna, lífssýn, atferli og vísa þeim veginn.“

Sjá nánar: https://www.dwarf-ware.com/glasi

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir