fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Fókus

Gefur barnsfeðrum sínum einkunn í „furðulegu“ myndbandi – Einn fékk falleinkunn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 24. september 2021 12:00

Myndir/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir gaf barnsfeðrum sínum einkunn í myndbandi sem netverjar hafa kallað „mjög furðulegt.“ Konan á þrjú börn með þremur karlmönnum og gefur þeim öllum einkunn. Einn þeirra fékk falleinkunn.

Myndbandið hefur vakið mikla athygli og fengið yfir 12 milljónir í áhorf. Það hefur fallið misvel í kramið hjá netverjum og hafa margir gagnrýnt hana fyrir athæfið. Aðrir eru hreinlega bara frekar ringlaðir á þessu en flestir virðast bara hafa gaman af þessu.

7/10

Faðir elsta barns hennar fékk sjö í einkunn af tíu. „Þetta er fyrsti barnsfaðir minn. Hann elskar dömurnar. Hann er sjúklega heitur og ég þurfti að slást um hann, en ég var í fyrsta sæti svo það skiptir ekki máli,“ segir hún og útskýrir af hverju hann fær bara sjö í einkunn.

„Ég held að ef hann hefði ekki verið myrtur þá hefðum við eignast fleiri börn saman og værum enn saman í dag. Ég gef honum sjö af tíu því ég var ekki hrifin af því að hann var alltaf á götunni. Elska hann samt ennþá,“ segir hún.

@10babygucci17They took this down but I’m not even bullying nobody. ##AllLove♬ original sound – 10babygucci17

0/10

Annar barnsfaðir hennar fær falleinkunn. „Hann er skíthæll. Ég held að hann eigi nokkur börn til viðbótar, ég hef reynt að finna fjölskyldumeðlimi hans eða hinar barnsmæður hans til að tengja son minn við fjölskyldu sína. Finn ekki neitt. Enginn hefur haft samband við mig, öllum er skítsama,“ segir hún. Drengurinn er þriggja ára.

„Hann hefur ekki hitt son sinn síðan hann var nokkurra mánaða gamall og hefur aðeins hitt hann tvisvar. Hann var ekki einu sinni viðstaddur fæðinguna þó ég hafi beðið hann um það. Hann gaf mér 10 þúsund krónur eftir að ég átti son okkar og það er eini peningurinn sem ég hef fengið frá honum.“

8/10

Þriðji barnsfaðirinn og núverandi maki hennar fær hæstu einkunnina, en samt ekki fullt hús stiga.

„Elska hann, hann hélt framhjá en góður gaur. Frábær stjúpfaðir og hugsar um fjölskyldu sína. Ég gef honum átta af tíu í einkunn. Hann er ágætur. Hann á ekki önnur börn, engin vandamál þar. Bara fokking furðufugl. Hann lætur mig fá pening og borgar leiguna þannig það er flott.“

Leiðréttir rangfærslur

Eins og fyrr segir vakti myndbandið gríðarlega athygli og hafa verið ritaðar yfir 40 þúsund athugasemdir við myndbandið.  Í nýju myndbandi leiðréttir hún nokkrar rangfærslur sem netverjar höfðu farið með. Hún segir að hún sé 23 ára og þrátt fyrir að þau séu ungir foreldrar þá séu þau vel stæð. Hún segist vera í góðri vinnu hjá góðu fyrirtæki.

„Ég vil líka segja að ég skammast mín hvorki fyrir fjölskyldu mína né fortíð mína,“ segir hún.

Horfðu á það myndband hér að neðan.

@10babygucci17Just to clear the air before story time.♬ original sound – 10babygucci17

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jói dans selur á Seltjarnarnesi

Jói dans selur á Seltjarnarnesi