fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fókus

„Fólk einfaldlega setur inn sitt eigið efni sér að kostnaðarlausu og fær greitt eftir áhorfsmínútum“

Fókus
Föstudaginn 24. september 2021 18:30

Stefán og Arnar. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Streymisveitan Uppkast er fyrst sinnar tegundar hér á landi þar sem fólki gefst kostur að miðla þekkingu sinni til áskrifenda og hafa af því tekjur eftir því hversu mikið efnið er spilað.

Að baki verkefninu standa þeir Stefán Örn Þórisson og Arnar Arinbjarnarson en efnisveitan opnar á næstu vikum. Allt efni streymisveitunnar er á íslensku og efnistökin fjölbreytt.

Hér geta allir orðið fjölmiðlafólk, hvort sem áhugasvið þeirra snýr að líkamsrækt, mat, menningu, þáttagerð, fræðslu, tungumálakunnáttu, andlegri heilsu eða heimildamyndum.

„Uppkast virkar þannig að fólk setur inn sitt eigið efni sér að kostnaðarlausu og fær greitt eftir áhorfsmínútum. Þetta er fullkomni vettvangur fyrir þá sem vilja koma hæfileikum sínum á framfæri hvort sem um er að ræða í gegnum lifandi streymi eða upptekið efni,“ segir Stefán.

Allur búnaður er til staðar í myndverinu hvort sem hann snýr að tæknilegum hliðum, myndavélum, ljósum og hljóðmynd eða þegar kemur að viðtalsrými og fullbúnu eldhúsi. Auk þess er til staðar 300 fm húsnæði með 60 fm stóru sviði sem mun henta vel fyrir bæði tónlistarflutning, leiksýningar eða uppistand.

Uppkast er ekki einungis ný tegund af tekjulind heldur líka þjónusta við landsbyggðina sem og einstaklinga sem búsettir eru erlendis. Inn á streymisveitunni verður jafnframt hægt að fletta upp eldra íslensku efni sem öðlast hér framhaldslíf. Á efnisveitunni verður einnig hægt að finna fjölbreytt úrval fyrir börn bæði hvað varðar námsefni, fræðslu og afþreyingu.

„Þetta er það sem við köllum langhalatekjumódel sem teygir anga sína inn í flest allan efnisvið Uppkasts. Fólk getur þannig haft tekjur af efni sínu langt inn í framtíðina,” segir Arnar.

„Allt okkar efni er á íslensku og efnistökin ákaflega fjölbreytt. Þetta er uppsett þannig að hér geti allir orðið fjölmiðlafólk, hvort sem áhugasvið þeirra snýr að líkamsrækt, mat, menningu, þáttagerð, menntun og fræðslu eða heimildamyndum. Fjölmargir aðillar eru að gera vandað og skemmtilegt efni inn á sínum samfélagsmiðlum og hlaðvörpum, hér fá þeir tækfæri til að auka tekjur sínar. Fólk einfaldlega setur inn sitt eigið efni sér að kostnaðarlausu og fær greitt eftir áhorfsmínútum rétt eins og við þekkjum hjá Spotify og Storytel sem greiðir tónlistarfólki og bókaútgefendum – það er í grunninn það sem Uppkast er. Möguleikarnir eru óendanlegir.”

Síminn fjárfestir

Síminn og hópur fjárfesta kaupa hlut í streymisveitunni Uppkasti  Síminn hf. hefur keypt hlut í streymisveitunni Uppkasti ehf. Auk Símans hafa fjárfestarnir Ólafur Andri Ragnarsson, Jónas Björgvin Antonsson, Jón Gunnar Jónsson og Halldór H. Jónsson keypt hlut í félaginu. Þá er Arcur Ráðgjöf, sem sérhæfir sig í þjónustu á sviði fjármála, stefnumótunar og sérhæfðrar ráðgjafar meðal hluthafa Uppkasts.

Uppkast verður fáanlegt í áskriftarformi en hægt er að nálgast streymisveituna á heimasíðunni uppkast.com sem og í öllum IOS og Android símum, Apple TV, LG Smart TV, Samsung Smart TVs og Android TVs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eurovision: VÆB fengu stig frá þessum löndum og löndin sem Ísland gaf stig

Eurovision: VÆB fengu stig frá þessum löndum og löndin sem Ísland gaf stig
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þegar mann langar óstjórnlega mikið í eitthvað, þá getur maður blindast“

„Þegar mann langar óstjórnlega mikið í eitthvað, þá getur maður blindast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðmunda fékk góða áminningu um kærleikann í árlegri ferð sinn í Mjóddina

Guðmunda fékk góða áminningu um kærleikann í árlegri ferð sinn í Mjóddina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alþjóðleg dómnefnd eins vinsælasta Eurovision-bloggsins birtir atkvæði sín – Hefur skipt um skoðun og raðar Íslandi hátt á lista

Alþjóðleg dómnefnd eins vinsælasta Eurovision-bloggsins birtir atkvæði sín – Hefur skipt um skoðun og raðar Íslandi hátt á lista