fbpx
Sunnudagur 15.júní 2025
433Sport

Þetta myndband af Trent vekur gríðarlega athygli

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 20. maí 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Liverpool voru í góðum gír þrátt fyrir tap gegn Brighton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Liverpool tryggði sér Englandsmeistaratitilinn fyrir nokkrum vikum síðan en hefur síðan ekki unnið í þremur leikjum í röð.

Stuðningsmenn virðast þó ekki taka það inn á sig og fögnuðu þeir sem ferðuðust til Brighton í gær liðinu vel eftir leik.

Leikmenn klöppuðu og þökkuðu þeim fyrir, allir nema Trent Alexander-Arnold, sem virtist ekki njóta augnabliksins sérstaklega.

Trent er á förum frá Liverpool á frjálsri sölu þegar samningur hans rennur út. Verður næsti áfangastaður hans Real Madrid, þó það hafi ekki formlega verið staðfest.

Stuðningsmenn Liverpool hafa tekið illa í þetta og baulað á Trent, sem kom ekki við sögu í gær.

Hér að neðan má sjá myndbandið sem um ræðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sá umdeildi tekur við landsliðinu

Sá umdeildi tekur við landsliðinu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sturlaðist eftir framkomu stórstjörnunnar – Hótaði að leyfa bálreiðum mönnum inn í herbergið

Sturlaðist eftir framkomu stórstjörnunnar – Hótaði að leyfa bálreiðum mönnum inn í herbergið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gyokores dreymir um að skrifa undir í London

Gyokores dreymir um að skrifa undir í London
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Liverpool sagt ætla borga 100 milljónir fyrir annan leikmann

Liverpool sagt ætla borga 100 milljónir fyrir annan leikmann
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Selur klám á netinu og fékk óvænt skilaboð frá einum þekktasta íþróttamanni heims – ,,Ég vildi ekki tala við hann“

Selur klám á netinu og fékk óvænt skilaboð frá einum þekktasta íþróttamanni heims – ,,Ég vildi ekki tala við hann“
433Sport
Í gær

Kostaði 100 milljónir en enginn vill fá hann í dag

Kostaði 100 milljónir en enginn vill fá hann í dag
433Sport
Í gær

Áhrifavaldurinn ögraði stórstjörnunni í beinni útsendingu – Sjáðu hvað gerðist

Áhrifavaldurinn ögraði stórstjörnunni í beinni útsendingu – Sjáðu hvað gerðist