fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fókus

Rostungurinn Valli kominn á stefnumótaforritið Smitten – „Erfitt að taka Valla rostung, ljósið okkar í skammdeginu úr umferð“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 23. september 2021 12:14

Mynd af Valla/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rostungurinn Valli, sem hefur sigrað hjörtu landsmanna eftir að hann gerði sig heimkominn á höfninni á Höfn í Hornafirði hefur birst á ný, nú á stefnumótaforritinu Smitten.

Þar segist Valli vera um 1200 kg að þyngd,  hann hafi stundað nám í skóla hafsins og segir að skemmtileg staðreynd um sig sé að hann hafi nýlega verið kosinn „vondi strákur Hafnar í Hornafirði“

Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Smitten, segist hafa gaman af þessu uppátæki.

„Við höfum nú ekki lagt það í vana okkar að leyfa svona notendur, en Valli vermir hjörtu okkar allra á þessum síðustu og verstu. Þegar náttúran gerir haglárás í september er erfitt að taka Valla rostung, ljósið okkar í skammdeginu úr umferð. Ætli við leyfum þessu ekki að hanga í viku,“ segir í skemmtilegri tilkynningu Smitten til fjölmiðla.

Smitten er stefnumótaforrit  fyrir „núll-kynslóðina og alla þá sem vilja njóta þess og hafa gaman af því að vera einhleypur“ og var gefið út í september á síðasta ári og í dag nota þúsundir Íslendinga forritið á degi hverjum. „Það hefur orðið sprenging í virkni eftir að við uppfærðum appið og núna eru notendur að svæpa (e. Like & Trash) rúmlega milljón sinnum í viku og senda marga tugi þúsunda skilaboða,“ er haft eftir Davíð í tilkynningu.

Notendur Smitten sem vilja tengjast Valla rostung geta fundið síðu hans hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann á eftir að gera meira, hann er bara rétt að byrja“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum

Jólakynlífið sem tryggir þér pláss á óþekka listanum
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Öðruvísi“ jólamatur – Djásn hægeldunar, tákn eftir grænkeraföstu og fiskurinn í baðinu

„Öðruvísi“ jólamatur – Djásn hægeldunar, tákn eftir grænkeraföstu og fiskurinn í baðinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“