fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fókus

Matur og heimili: Metnaður í grilli og görðum

Fókus
Þriðjudaginn 7. september 2021 17:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þátturinn Matur og heimili, sem er í umsjón Sjafnar Þórðar, er á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 19 og aftur kl. 21.

Sjöfn heimsækir þá Hinrik Örn Lárusson og Viktor Örn  Andrésson, sem eru margverðlaunaðir matreiðslumenn og reka Sælkerabúðina. Gefa þeir áhorfendum góð ráð um grill- og eldunaraðferðir og töfra fram hina fullkomnu steik ásamt meðlæti sem enginn stenst.

Hér að neðan má sjá stutt myndskeið úr heimsókninni:

Afrakstur sumarsins úr garðræktun

Í vor fór Sjöfn Þórðar í þættinum Matur og Heimili í garðaskoðun þar sem þrír ólíkir garðar voru komnir í vinnslu og framkvæmdir rétt að hefjast eftir hönnun Björns Jóhannssonar landslagsarkitekts hjá Urban Beat og framkvæmdin í umsjón hjá Garðaþjónustunni. Í kvöld fáum við að sjá afrakstur sumarsins og útkomuna á fyrsta garðinum af þremur. Sjöfn hittir þá Björn Jóhannssson og Hörð Lúthersson verkstjóra hjá Garðaþjónustunni og fær að sjá einn af draumagörðunum sem hannaður var í samráði við eigendur og óskir þeirra.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur deilir dúnduræfingu fyrir konur á breytingaskeiðinu

Ragnhildur deilir dúnduræfingu fyrir konur á breytingaskeiðinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn