fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fókus

YouTube-stjarna sendi skilaboð á Daða og vildi læra meira um Ísland

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 14. júní 2021 15:00

Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamaðurinn Hank Green er ein stærsta YouTube-stjarna heims en hann stofnaði meðal annars rásirnar CrashCourse og Vlogbrothers. Á CrashCourse gerir Hank fræðslumyndbönd um allt á milli himins og jarðar en Vlogbrothers rásina á hann ásamt eldri bróður sínum, John Green, sem er þekktur fyrir að hafa skrifað bækur á borð við The Fault in Our Stars og Paper Towns. Yfir 12 milljónir eru áskrifendur af CrashCourse og rúmlega þrjár milljónir af Vlogbrothers.

Hank er einnig mjög virkur á öðrum miðlum á borð við Twitter og TikTok en hann sendi Daða Frey skilaboð á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi. „Eruð þið með bröns á Íslandi? Og ef svo er, hvernig er hann?“ skrifaði Hank á síðu sína.

Daði svaraði honum stuttu seinna og útskýrði aðeins fyrir honum að rammíslensk brönsmenning sé ekki til.

Ástæðan fyrir þessari spurningu Hank er sú að hann telur að Íslendingar myndu kunna að meta góðan bröns, sem við vissulega gerum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum