fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fókus

Svona veistu hvort karlmaður sé „eltihrellir“ eða giftur á Tinder

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 8. júní 2021 09:03

Jana Hocking.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska fjölmiðlakonan Jana Hocking afhjúpar merki um að maðurinn sem þú varst að byrja að hitta sé „eltihrellir.“

Jana greinir frá þessu í hlaðvarpsþættinum Kinda Sorta Dating. News.au greinir frá. Hún segir að það sé einn hlutur sem karlmenn, eða í raun hver sem er, gera sem er „massíft turn off“ og hugsanlega merki um eitthvað óheillavænlegt.

Jana segir að ef karlmaður segist hafa eytt Tinder-forritinu þegar þið eruð nýbúin að kynnast þá sé það stórt viðvörunarmerki (e. red flag).

„Ég fór út með gæja á annað stefnumót og hann var alveg: „Ég er búin að eyða Tinder“ og hann horfði á mig alveg: „Jæja…““ Segir Jana.

Gestur Jönu í þættinum, Candice Warner, er sammála henni um að þetta myndi alveg slökkva í henni.

„Þú þekkir mig ekki nógu vel á þessum tímapunkti til að ákveða hvort þú viljir eyða forritinu eða ekki. Þannig ég var alveg: „Ókei það er greinilega eitthvað meira í gangi með hann“ og það kom í ljós að hann var ágætis eltihrellir,“ segir Jana.

Hún segir að annað viðvörunarmerki sé ef karlmaður deilir bara myndum af efri búk eða myndum af sér langt í burtu. Hún segir að það sé merki um að maðurinn hafi eitthvað að fela.

„Það eru leiðir til að sjá hvort einhver á Tinder sé giftur,“ segir Jana og bætir við að flestir giftir karlmenn á stefnumótaforritum séu of hræddir til að fylgja eftir og mæta á stefnumót. Hún fór eitt sinn á stefnumót með karlmanni sem „fríkaði út“ eftir smá tíma og lét sig hverfa á miðju stefnumóti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óvæntur hæfileiki Ungfrú Síle slær í gegn – Sjáðu myndbandið

Óvæntur hæfileiki Ungfrú Síle slær í gegn – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjálfarinn Valentína: Ef þú ert ekki að ná markmiðum þínum þá eru líklegast þessir þrír hlutir að klikka hjá þér

Þjálfarinn Valentína: Ef þú ert ekki að ná markmiðum þínum þá eru líklegast þessir þrír hlutir að klikka hjá þér