
Umhverfisskipulagsfræðingurinn og fyrrverandi fegurðardrottningin Hrafnhildur Hrafnsdóttir er trúlofuð.
Sá heppni er Kristján Baldursson. Hrafnhildur greindi frá gleðifregnunum á Facebook. „Ástin á sér stað. Ástin býr í mér og þér, JÁ,“ skrifar hún og deilir mynd af hringnum.
Kristján Baldursson er eigandi og framkvæmdastjóri hjá Trausta Fasteignasölu.
Hrafnhildur keppti í Ungfrú Vesturland árið 1999 en hún er frá Borgarnesi.
Fókus óskar parinu innilega til hamingju!