fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fókus

Uppáhalds kvikmyndir Anítu Briem – „Forvitnin, missirinn, bjartsýnin, ástin. Allt er dásamlegt við þessa mynd“

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 16. apríl 2021 20:30

Aníta Briem leikkona Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aníta Briem leikkona elskar að horfa á góðar kvikmyndir og segir góðar myndir geta svo sannarlega fyllt fólk innblæstri og það sé um að gera að rifja upp og horfa reglulega á sínar uppáhalds myndir. Hún nefnir hér fimm af sínum „feel good“  kvikmyndum.

 

Moonlight
„Hún kippir mér alltaf niður á jörðina þegar ég þarf á því að halda og lætur mér líða eins og það sé allt í lagi að vera öðruvísi og fær mig til að sjá það mannlega í ólíklegum kringumstæðum.“

 

 

La Haine
„Elska hrákleikann í henni. Fyrsti ramminn er maður að falla til jarðar út úr geiminum undir frasanum “jusqu’ice tout va bien…, “, eða “þetta er ekki svo slæmt….” á meðan hann hrapar. Svo sjáum við hrapið, og litla sprengingu. Og svo klárast setningin “…en það skiptir ekki máli hvernig þú fellur, heldur hvernig þú lendir”. Stórt þema sem getur átt við svo margar sögur – að halda ekki fyrir eyrun þegar eitthvað er sagt sem þú vilt ekki heyra og hversu stutt líf okkar er. Þetta er límt framan á handritamöppuna mína.“

 

 

Amelie
„Ein af mínum uppáhalds myndum. Forvitnin, missirinn, bjartsýnin, ástin… Allt er dásamlegt við þessa mynd – kvikmyndataka, hönnun, leikur, tónlistin, litirnir…“

 

English patient
„Æ þessi saga að sigrast á því sem ætti að vera óyfirstíganlegt mótlæti. Yndislega rómantísk, því þrátt fyrir að ég myndi aldrei viðurkenna það er ég stórkostlega mikill rómantíkus. Svo er hún dásamlega leikin og leikstýrð af Antony Minghella sem dó alltof ungur en er í miklu uppáhaldi hjá mér sem bæði leikstjóri og rithöfundur.“

 

 

As good as it gets
„Ég elska þessa ástarsögu sem er út úr kassanum. Ég elska reyndar flestar ástarsögur sem eru út úr kassanum, eins og t.d Sectrary eða Breaking the Waves. Ástin er nefnilega allskonar. Dásamlegir leikarar og kvikmyndagerð allt í kring.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“