fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fókus

Kvartaði undan kynlífshávaða nágrannans – Bjóst ekki við þessu svari

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 23. mars 2021 09:32

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið kvöl og pína að kljást við leiðinlega nágranna. Okkur hefur flestum dreymt um að senda nágranna okkar vel vönduð skilaboð en látum fæst verða að því. En stundum skal gott heita og það er bara ekki annað í stöðunni en að kvarta.

Kona greinir frá því í myndbandi á TikTok að nágranni hennar hafði haldið fyrir henni vöku í fjóra daga vegna kynlífshávaða. Hún skrifaði nágrannanum bréf og fékk í kjölfarið besta mögulega svarið. Myndbandið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum og einnig erlendum fjölmiðlum.

Konan skrifaði nágranna sínum bréf sem var svo hljóðandi: „Hæ. Ég myndi alveg rosalega kunna að meta það ef þið gætuð fært rúmið ykkar frá veggnum. Þetta er orðið að daglegum viðburði og það er mjög erfitt fyrir mig að sofna við þessi læti. Kærar þakkir, nágranni ykkar.“

Hún bætti svo neðst við bréfið. „Hávaðamengun= Stunur, þegar rúmið skellur upp við vegginn. Takk, hehe.“

Bréfið.

Konan setti miðann undir hurðina hjá nágrannanum og vonaði að hann myndi einfaldlega minnka hávaðann. En hann gerði gott betur.

Þegar hún kom heim seinna sama dag fann hún bréf frá nágranna sínum. „Ég biðst afsökunar á ónæðinu. Ég mun standa mig betur að hafa hemil á hljóðstyrk mínum.“

Ekki nóg með það þá fylgdi einnig sex þúsund króna gjafabréf á Starbuck með afsökunarbeiðninni.

Netverjar hrósuðu nágrannanum hástert fyrir frábær viðbrögð. Þess væri óskandi að allir nágrannar væru svona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslandsvinurinn Bam Margera þarf að borga fúlgu í meðlag

Íslandsvinurinn Bam Margera þarf að borga fúlgu í meðlag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý segist sjá konu og mann á sviði – „RÚV veit að þjóðin þarf á þessu að halda“

Ellý segist sjá konu og mann á sviði – „RÚV veit að þjóðin þarf á þessu að halda“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þau eignuðust barn árið 2025

Þau eignuðust barn árið 2025
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitaði að vinna með Ben Affleck eftir uppákomu í sundlaug

Neitaði að vinna með Ben Affleck eftir uppákomu í sundlaug