fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fókus

Þess vegna hefur Cameron Diaz ekki verið að leika undanfarið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 19. febrúar 2021 08:41

Cameron Diaz. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru komin sjö ár síðan Cameron Diaz lék í einhverju. Nú vitum við loks af hverju leikkonan er að taka sér svona langt hlé frá leiklistinni.

Í samtali við Bruce Bozzi á útvarpsstöðinni SirusXM opnar Cameron sig um ástæðuna fyrir því að hún er hætt að leika, allavega í bili.

„Ég ætla aldrei að segja aldrei,“ sagði Cameron um hvort hún ætlaði sér að snúa aftur í sviðsljósið.

„Mun ég einhvern tíman leika aftur í mynd? Ég er ekki að leitast eftir því, en mun ég? Ég veit það ekki. Ég hef ekki hugmynd.“

Cameron sagði hvað hafi spilað stórt hlutverk í ákvörðun hennar. „Ég gæti ekki ímyndað mér, verandi móðir núna með barn á fyrsta ári, að vera á tökustað í fjórtán til sextán klukkutíma á dag, í burtu frá barninu mínu. Ég gæti bara ekki ímyndað mér það,“ sagði hún og bætti við.

„Ég væri ekki móðirin sem ég er í dag ef ég hefði ákveðið að gera það á einhverjum öðrum tímapunkti í lífi mínu.“

Cameron eignaðist sitt fyrsta barn með eiginmanni sínum Benji Madden fyrir rúmlega ári síðan. Stúlkan fékk nafnið Raddix Madden. Hjónin tóku snemma ákvörðun um að halda dóttur sinni úr sviðsljósinu og hafa til að mynda aldrei deilt mynd af henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Könnun: Hvað ætlarðu að hafa í jólamatinn?

Könnun: Hvað ætlarðu að hafa í jólamatinn?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Sól: Sagði upp verkfræðistarfinu hjá Össuri til að elta drauminn

Margrét Sól: Sagði upp verkfræðistarfinu hjá Össuri til að elta drauminn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Enginn vildi tala við Anton og Þórhall – Annað var upp á teningnum þegar spurt var hvað væri verst við árið 2025

Enginn vildi tala við Anton og Þórhall – Annað var upp á teningnum þegar spurt var hvað væri verst við árið 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þessu bjóst mannfjöldinn ekki við þegar Elsa 5 ára mætti – Sjáðu myndbandið sem færir þér jólaandann

Þessu bjóst mannfjöldinn ekki við þegar Elsa 5 ára mætti – Sjáðu myndbandið sem færir þér jólaandann