Það hafa ábyggilega allir lent í því að kaupa sér eitthvað á netinu og orðið fyrir vonbrigðum, ýmist vegna stærðar, áferðar, efnis, eða út af einhverju öðru. Courtney Henderson lenti ansi illa í því á dögunum þegar hún ákvað að kaupa sér kjól á netinu. The Sun vakti athygli á málinu.
Courtney, sem er frá Newcastle á Englandi, ákvað að kaupa sér kjól hjá netversluninni Dressmezee. Courtney hafði keypt sér kjólinn fyrir afmælið sitt en þegar hann kom til hennar sá hún að þetta væri alls ekki afmæliskjóllinn í ár. Kjóllinn passaði nefnilega alls ekki á hana eins og hann passaði á fyrirsætuna á síðunni.
Courtney deildi myndum af sér í kjólnum ásamt myndinni af fyrirsætunni í kjólnum. „Passar fullkomlega,“ skrifaði Courtney í kaldhæðni með myndunum. Eins og sjá má á myndunum fyrir neðan þá hélt kjóllinn ekki brjóstunum hennar og þau duttu alveg út. „Algjörlega þess virði að eiga,“ skrifar Courtney og bendir á að hún borgaði 65 pund, eða um 11.500 íslenskar krónur, fyrir kjólinn.
Dressmezee sorted me right out with this little belta, fits like a dream pic.twitter.com/F4qoqvJ5lv
— Courtney (@courhend) February 6, 2020