fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fókus

Kennir Elon Musk um að hún sé sífellt að keyra yfir kettina sína – „Þú skuldar mér nokkra ketti“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 16:00

Elon Musk og Jamie Lynn Spears. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Lynn Spears kallar Teslu rafbílinn „leynikattamorðingja“ og segir að forstjóri Teslu, Elon Musk, skuldi henni „nokkra ketti.“

Jamie Lynn er leikkona og söngkona, en flestir þekkja hana sem litlu systir Britney Spears. Í myndbandi á Instagram, sem hún hefur síðan þá eytt, segir hún Teslu bifreið sína hafa orðið nokkrum köttum hennar að bana, því kettirnir heyra ekki í bílnum þar sem hann er svo hljóðlátur.

„Við höfum nú misst – ég vil ekki segja ykkur hversu marga ketti – því þeir heyra ekki í Teslunni og hræðilegir hlutir gerast, og það er mjög hrikalegt og sorglegt fyrir alla sem koma að þessu,“ sagði hún í myndbandinu samkvæmt CNN og öðrum fjölmiðlum sem hafa fjallað um málið.

„Elon Musk, við skulum finna út úr þessu. Þú skuldar mér nokkra ketti.“

Jamie Lynn stakk upp á því að Tesla og aðrir rafbílar myndu gefa frá sér eitthvert hljóð sem truflar dýr og myndi  leiða til þess að dýrin yrðu vör við bílana. Segir hún að þessi breyting myndi forða þeim frá illum örlögum.

CNN greinir frá því að samkvæmt bandarískum lögum eigi rafbílar að gefa frá sér hljóð upp á a.m.k. 43 desíbel, þegar þeir fara hægar en 30 kílómetra á klukkustund. Það er svipaður hávaði og heyrist í uppþvottavél.

Jamie Lynn endaði með að taka þetta allt til baka í nýrri færslu, sem hún hefur einnig eytt.

Hún sagðist ekki hafa keyrt yfir neina ketti og að Tesla „væri ekki sökudólgurinn.“ Hún tók það einnig fram að í svona málum eiga mannleg mistök sér einnig stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Að vera 55 ára og hafa nóg að gera, það er bara geggjað. Það er gjöf.“

„Að vera 55 ára og hafa nóg að gera, það er bara geggjað. Það er gjöf.“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erfiðasta æfingin sem þú getur gert heima hjá þér

Erfiðasta æfingin sem þú getur gert heima hjá þér
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lögreglan hafði ítrekað verið kölluð að heimili leikstjórans fyrir morðin

Lögreglan hafði ítrekað verið kölluð að heimili leikstjórans fyrir morðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý sér ást í kortunum hjá Bríeti: „Það er eitthvað nýtt samband. Þau eru jafningjar og þeim líður vel“

Ellý sér ást í kortunum hjá Bríeti: „Það er eitthvað nýtt samband. Þau eru jafningjar og þeim líður vel“