fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Tengdamæður frá helvíti – „Hún kenndi tveggja ára barninu mínu að kalla mig tík“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 08:55

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samband tengdadætra og tengdamæðra getur verið strembið en einstaka sinnum fer það út fyrir öll mörk.

Konur deila hreint ótrúlegri upplifun sinni af tengdamæðrum sínum á samfélagsmiðlum. Hegðunin sem þær greina frá er svakaleg, allt frá því að saka þær um framhjáhald, segja þær feitar og jafnvel leggja bölvun á þær.

Samband tengdamæðra og tengdadætra getur verið strembið.

Móðirin Morgan Lee sagði frá því á TikTok að tengdamóðir hennar hafi farið á bak við hana og deilt mynd af þungunarprófi hennar á Facebook. Þar með sagt öllum frá því að Morgan væri ólétt, áður en Morgan hafði sjálf fengið tækifæri til að segja fjölskyldu sinni frá því.

Morgan er langt frá því að vera sú eina sem virðist ekki eiga í góðu sambandi við tengdamóður sína. Fjöldi kvenna deilir sögum af tengdamæðrum sínum „frá helvíti“ á leyndarmálsforritinu Whisper. Fabulous Digital greinir frá.

Bölvun og fitusmánun

Ein móðir segir frá því að tengdamóðir hennar hafi kennt barninu hennar að blóta. „Tengdamóðir mín kenndi tveggja ára barninu mínu að kalla mig tík,“ segir hún.

Sumar tengdamæður fara ekki flóknar leiðir til að koma andstyggð sinni á framfæri. Ein tengdamóðir sagði við tengdadóttur sína að hún vildi óska þess að sonur hennar hefði aldrei gifst henni. Á meðan önnur tengdamóðir lagði bölvun á tengdadóttir sína. Matarboðin hafa örugglega verið skrautleg eftir það.

„Ég greip tengdamóður mín glóðvolga að bölva mér. Bókstaflega að leggja bölvun á mig. Kerti og allt,“ segir hún.

Önnur kona segir frá því að tengdamóðir hennar var sífellt að gera lítið úr holdafari hennar og segja hana feita.

„Í dag sagði tengdamóðir mín mér að fara í þungunarrof því hún „veit“ að barnið „er ekki hans.“ Hann er eina manneskjan sem ég hef sofið hjá,“ segir ein kona.

Það eru einnig nokkrar sögur af athyglissjúkum tengdamæðrum, ein kona segir frá því að tengdamóðir hennar hafi mætt í glimmer-ballkjól í brúðkaupið hennar.

Fékk nóg

Í desember fékk Idalis Lago nóg og sagði frá öllu því sem tengdamóðir hennar hefur gert eða sagt við hana síðustu ár. Myndböndin og sögur hennar vöktu gríðarlega mikla athygli og lýsti Idalis tengdamóður sinni sem „eitraðri.“ Hún nefndi nokkur dæmi.

„Þú kallar mig og mömmu mína feita í hvert skipti sem þú hittir okkur, þú komst með hundinn þinn í brúðkaupið okkar og þú segir að ég sé að eitra fyrir barninu mínu með því að gefa því þurrmjólk,“ sagði hún.

@idalislagoOh the things I’ve endured 😪😣 ##MIL ##monsterinlaw ##motherinlaw ##motherinlawproblems ##fyp ##DIL ##toxic♬ original sound – Idalis Lago

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát
Fókus
Fyrir 4 dögum

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna