fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Ritstjóri selur sérhæð við Rauðalæk – Sjáðu myndirnar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 25. september 2020 14:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans og eiginkona hans Hildur Guðjónsdóttir hafa sett sérhæð sína við Rauðalæk á sölu.

Hæðin er alls 134,6 fermetrar og inn í þeirri tölu er mikið endurnýjaður bílskúr og geymsla í kjallara.

Eldhúsið er hið glæsilegasta og var tekið í gegn árið 2016 ásamt fleiri breytingum sem gerðu íbúðina opnari og bjartari.

Baðherbergi var endurnýjað á síðasta ári. Samkvæmt fasteignaauglýsingu hefur húsið fengið mikið viðhald. Nýlega hefur verið gert við múr og húsið málað að utan. Eins er búið að endurnýja þak og rennur og taka sameiginlegt þvottaherbergi í gegn. Skólp- og drenlagnir voru endurnýjaðar fyrir nokkrum árum og stigagangur endurnýjaður.

Fyrir þá sem er illa við hálku þá er snjóbræðsla undir stétta framan við húsið.

Svefnherbergin eru þrjú og bílskúr hefur verið endurnýjaður og ætti að vera lítið mál að útbúa þar útleigu herbergi eða íbúð.

Þórður segir á Facebook að fjölskyldan sé að selja en ætli að halda sig áfram innan sama hverfis.

Hér má finna fleiri upplýsingar um eignina

Myndir segja meira  en þúsund orð

Stofan er björt og opin

Eldhúsið hefur nýlega verið tekið í gegn og er hið glæsilegasta

Svalirnar eru yfirbyggðar og útsýni yfir mikinn trjágróður

Baðherbergið var tekið í gegn í fyrra

Svefnherbergin eru þrjú og ágætlega rúmgóð

Bílskúrnum væri leikandi létt hægt að koma í útleigu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?