fbpx
Mánudagur 26.október 2020
Fókus

Sagði upp á KFC og þénar nú um tvær milljón krónur á mánuði – Vinnur einn tíma á dag

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 17. september 2020 13:31

Beth vann á KFC en hætti til að einbeita sér að OnlyFans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Beth Spiby vann hjá skyndibitakeðjunni KFC en sagði upp til að selja djarfar myndir á OnlyFans. Síðan OnlyFans.com hefur verið til talsverðar umræðu upp á síðkastið en síðan er þekkt fyrir að selja nekt.

Sjá einnig: Karen græðir á tá og fingri á OnlyFans – Íslenskir karlmenn meirihluti aðdáenda hennar

Beth vinnur aðeins einn klukkutíma á sólahring og þénar allt frá 1,7 til 2,6 milljón krónur á mánuði. Hún hefur sett sér markmið að þéna 177 milljón krónur á ári og segist vera ákveðin að ná því.

Í viðtali við Fabulous Digital segir Beth að hún ver mestum tíma sínum „í vinnunni“ með kærustu sinni, sem tekur af henni myndir og myndbönd sem hún síðan selur aðdáendum sínum á netinu.

Beth vinnur aðeins eina klukkustund á dag.

Beth fékk fyrst sínar fimmtán mínútur af frægð þegar hún kom fram í BBC heimildarmynd um KFC, Billion Dollar Chicken Shop, árið 2015. Í fyrra tók hún þátt í raunveruleikaþættinum Shipwrecked, sem er sýndur á E4.

Beth er 24 ára og byrjaði fyrst að selja myndir á OnlyFans árið 2016. Hún segir að vinnan sé valdeflandi og vegna vinnunnar hefur henni tekist að ferðast um heiminn. Þannig endaði hún í Ástralíu þar sem hún býr núna ásamt kærustu sinni.

Beth ásamt kærustu sinni.

Kærasta Beth styður hana heilshugar og aðstoðar hana að framleiða efni fyrir OnlyFans. „Hún tekur myndirnar mínar og myndböndin og hjálpar mér að finna hugmyndir. Hún er mjög stuðningsrík og mér líður eins og við séum viðskiptafélagar.“

Beth selur myndir á OnlyFans.

Dökka hlið OnlyFans

Áætluð ársvelta OnlyFans er rúmlega 212 milljarðar króna. En nýverið hafa dökku hliðar síðunnar litið dagsins ljós. Fyrrum starfsmenn síðunnar halda því fram að síðan sé að verða að leikvelli fyrir karlmenn til að hrella konur. Fyrrum námsmaðurinn Kaya, 24 ára, sagði í viðtali við The Sun á sunnudaginn síðastliðinn að hún hafi fengið fjölda morðhótanna síðan hún byrjaði á OnlyFans. Hún sagðist einnig vera þolandi eltihrellis og að þessi upplifun hefur verið mjög óhugnanleg.

Annað vandamál við síðuna varðar höfundarréttavarið efni. Notendur OnlyFans eiga efnið sem þeir deila á síðunni og er bannað með lögum að afrita það og deila því áfram. Þó efnið sé varið að einhverju leyti þá hefur netglæpamönnum tekist að stela myndum og myndböndum og selja það á myrkravefnum (e. dark web).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Sturlaðar“ kröfur karlmanns fyrir framtíðar kærustu sína

„Sturlaðar“ kröfur karlmanns fyrir framtíðar kærustu sína
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Twitter – „Bauðst til að rassamæla alla fyrir tímann í ræktinni í morgun“

Vikan á Twitter – „Bauðst til að rassamæla alla fyrir tímann í ræktinni í morgun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það voru ofsatrúarhópar sem réðust á okkur og lömdu okkur með biblíunni“

„Það voru ofsatrúarhópar sem réðust á okkur og lömdu okkur með biblíunni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Móðir sakar prest um að veita barni áverka við skírn

Móðir sakar prest um að veita barni áverka við skírn