fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Það allra besta á Netflix samkvæmt álitsgjöfum DV

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 22. ágúst 2020 21:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar hausta fer og margir dvelja meira innandyra er gott að eiga inni ábendingar um góða þætti. DV hafði samband við fjölbreyttan hóp fólks sem deilir hér sínu uppáhaldsefni á Netflix svo flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Bloodline

Anna Svava Knútsdóttir: „Þetta er nútíma Dallas-fjölskyldudrama. Get ekki hætt að horfa og mér finnst ég alltaf þurfa að sjá einn þátt í viðbót. Frábær leikur, spenna og ástir. Mig minnir að þetta séu þrjár seríur en ég var að klára fyrstu. Ég sé fram á mikla veislu hjá mér.“

Good Girls

Sóli Hólm: „Ég byrjaði nýlega að horfa á þættina Good Girls en það eru komnar þrjár seríur af þeim. Fjalla um þrjár húsmæður sem leiðast út í glæpi af sárri neyð. Dramaþættir með kómísku ívafi.“

Rupaul‘s Drag Race

Sigríður Dögg Arnardóttir: „Ég hámglápi RuPaul’s Drag Race í öllum sínum útgáfum og er að spá í að taka Afterlife AFTUR því ég elska það svo mikið sem og Grace og Frankie – á sumrin er ég föst í „re-runs“ og kem svo fersk og mett inn í haustið, tilbúin í eitthvert brakandi ferskt sjónvarpsefni.“

Sunderland ’til I die.

Guðmundur Pálsson: „Fyrir mann sem hefur nákvæmlega engan áhuga á fótbolta komu þessir þættir mjög skemmtilega á óvart. Fáránlega spennandi og hádramatískir þættir. Þeir veita líka mjög áhugaverða innsýn í breskt samfélag og hvernig það hangir saman við fótbolta. Magnað að sjá tilfinningarnar sem boltaspark kallar fram í fólki á öllum aldri.“

Love on the Spectrum

Arnór Pálmi Arnarson: „Akkúrat núna er ég að horfa á Love on the Spectrum sem eru mjög fallegir heimildarþættir um fólk á einhverfurófinu sem er að fóta sig í stefnumótalífinu. Þau eru öll svo yndislega hreinskilin og hjartahrein. Svo finnst mér mjög gott að það sé fjallað um konur og einhverfu sem hefur ekki verið mikið gert eða rannsakað fyrr en í seinni tíð.“

Anna Svava Knútsdóttir: „Raunveruleikaþáttur þar sem fólk er að leita að ástinni. Það er til alveg glás af þannig þáttum en þetta fólk er ekki einhverjir rugludallar eins og oft vill vera heldur miklu fallegra og gáfaðra fólk sem er á einhverfurófi. Alveg yndislegir þættir en það eina leiðinlega er að það er bara ein sería og ég þarf því að bíða eftir annarri.“

 

Borderliner

Sóli Hólm: „Nýlega byrjaði ég líka að horfa á þætti sem heita Borderliner og eru norskir. Er enn á fyrsta þætti en þeir lofa góðu. Bara ekta lögguþáttur um gæja sem snýr aftur í heimabæinn og auðvitað er einhver drepinn um leið og hann mætir á staðinn. Það sem er öllu verra er að hann grunar að bróðir hans hafi átt hlut að máli en sá er einmitt lögga líka. Tobias Santelman er í aðalhlutverki en það er einmitt sætasti gæinn úr norsku fjárglæfraþáttunum Exit. Frábær leikari.“

Borgen

Arnór Pálmi Arnarson: „Ég er að rifja upp kynnin við Birgitte Nyborg í Borgen. Það var allt að detta inn á Netflix. Eðal, danskt pólitískt drama sem ég mæli mikið með.“

Sóli Hólm: „Svo voru dönsku þættirnir Borgen að detta inn á Netflix en þá er ég að horfa á ásamt Viktoríu konunni minni sem þýðir að við horfum á ca. hálfan þátt á viku því í hún sofnar yfirleitt á undan mér þegar við loksins náum að setjast saman niður fyrir framan sjónvarpið eftir að börnin fjögur eru komin í ró. Við stefnum á að vera búin með þá seríu áður en Viktoría verður fertug árið 2027.“

Ozark.

Borgen, Broen og Ozark

Helga Arnardóttir: „Ég er í einhverju nostalgíukasti þessa dagana og er að horfa aftur á dönsku þáttaröðina Borgen og sænsk/dönsku þáttaröðina Broen sem báðar eru aðgengilegar á Netflix. Þetta eru hreint út sagt mínar uppáhaldsþáttaraðir og mér finnst fáir þættir eiga roð í þær. Þó eru aðrir góðir glæpaþættir á Netflix sem ég er ofsalega hrifin af og þeir eru Ozark, Sinner og Mindhunter. Mæli klárlega með öllum seríum í þessum þáttum þótt Ozark standi klárlega upp úr að mínu mati. Þeir eru ótrúlega vel skrifaðir, plottaðir, leikstýrðir og framúrskarandi leiknir.“

Explained

Úlfur Teitur Traustason: „Góðir heimildarþættir þar sem er farið hratt yfir sögu um alls kyns áhugaverða hluti. Algjör 101 hraðferð um margt sem maður er kannski ekki alltaf að spá í frá degi til dags sýnt í sögulegu ljósi. T.d. af hverju fá konur borgað minna en karlar? Fullnæging kvenna? Getum við lifað að eilífu, o.s.frv.““

Fear City

Sigmar Vilhjálmsson: „Ég er heimildarmyndafíkill. Ég elska góðar heimildarmyndir og -þætti. Var að klára Buisness of Drugs og Fear City. Síðarnefndu þættirnir voru betri.“

Unabomber

Manuela Ósk Harðardóttir: „Ég horfi nánast ekkert á sjónvarp en ég hef mjög gaman af heimildarmyndum og -þáttum. Síðasta heimildarþáttaröðin sem ég horfði á var Unabomber og næsta sem mig langar að horfa á er Ted Bundy Tapes. Svo get ég alveg líka dottið í léttara efni og hef alveg vandræðalega gaman af RuPaul’s Drag Race.“

The Last Dance

Úlfur Teitur Traustason: „Frábærlega uppsettir þættir þar sem tekst að gera atburðarás sem margir áhorfendur þekkja fyrirfram en verður ótrúlega spennandi. Mjög góð kvikmyndagerð um áhugaverða karaktera. Góðir þættir fyrir alla, ekki bara þá sem hafa brennandi áhuga á NBAkörfubolta.“

Peep Show

Hjálmar Örn Jóhannesson: „Geggjaðir breskir gamanþættir um tvo vini, mjög ólíka. Eru reyndar bara 8 seríur inni af 9 þannig að ef einhver frá Netflix les þetta, þá vinsamlegast lagið strax!“

Norsemen

Guðmundur Pálsson: „Já, norskt grín er fyndið. Allar klisjurnar um víkingana eru þarna saxaðar ofan í norskan grínblandara og búinn til drepfyndinn skandinavískur djóksmoothie. Sérstaklega skemmtilegt fyrir okkur Íslendinga sem erum alin upp við sögur af víkingum. Fyndið!“

The Inbetweeners

Hjálmar Örn Jóhannesson: „Sennilega topp 5 bestu gamanþættir sögunnar, fjalla um vel ringlaða unglinga. Þetta er svokallað „möst see“.“

Magic for humans

Guðmundur Pálsson: „Þættir sem ég horfi á með krökkunum mínum. Þetta eru bara svona dæmigerðir hvernig-í-dauðanum-fór-hann-að-þessu? þættir. Justin Willman er líka fyndinn og sniðugur náungi sem nær til flestra.“

 

Álitsgjafar:

Anna Svava Knútsdóttir, leikkona og handritshöfundur.

Arnór Arnarson, leikstjóri.

Guðmundur Pálsson, útvarpsstjarna og söngvari.

Helga Arnardóttir, sjónvarpskona.

Hjálmar Örn Jóhannsson, grínisti.

Manuela Ósk Harðardóttir, áhrifavaldur.

Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður.

Sigríður Dögg Arnardóttir, kynfræðingur.

Sólmundur Hólm, grínisti.

Úlfur Teitur Traustason, klippari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“