Söngvarinn Arnar Dór hefur nýlega sent frá sér lagið Carolyn og hefur það á skömmum tíma náð yfir 20 þúsund streymum á Spotify.
Arnar Dór keppti í The Voice Ísland árið 2018 og lenti í öðru sæti.
Lagið, sem er ljúft áheyrnar, er eftir Gunnar Inga Guðmundsson og textinn er eftir Erin brassfiled Bourke. Gunnar Ingi hefur áður komið við sögu á sviði lagasmíða en hann samdi til dæmis þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja 2003 og hefur gert lag fyrir Sjonna Brink.
Lagið Carolyn má hlýða á hér í spilaranum fyrir neðan og hér er tengillinn á Spotify.