fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fókus

Erpur fór og fann Halim Al – ,,Ert þú úr Keflavík?”

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 17. júlí 2020 10:42

Erpur Eyvindarson Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erpur Eyvindarson rappari er gestur í nýjasta podcasti Sölva Tryggvasonar. Í viðtalinu við Sölva segir Erpur sögur af því þegar hann fór til Tyrklands til að hitta Halim Al. En eins og þekkt er stóð yfir hatrömm deila milli hans og Sophiu Hansen barnsmóður hans svo árum skipti eftir að Halim Al fór með dætur þeirra til Tyrklands.

,,Johnny Nas fór til að bjarga börnunum og þetta var alveg svakalegt. Ástandið í Tyrklandi er aðeins öðruvísi núna en þegar við fórum….þegar ég sagði fólki að ég væri að fara að hitta Halim Al úti í rassgati var mér sagt að ég kæmist ekki upp með hvað sem er í Austur-Tyrklandi,” segir Erpur, en hann og félagar hans flugu til borgarinnar Batman í Austur-Tyrklandi og keyrðu þaðan um litla bæi í sveitum Tyrklands áður en þeir náðu loks að finna Halim Al.

,,Svo fórum við þarna og hittum Halim og hann var með sítt skegg og klæddur í þvílíkan búning, einhverja mussu og geggjað kaskeiti…Ég var kominn með aflitað hár og var svona hálf feitur í þröngum fötum og það fyrsta sem hann sagði þegar hann hitti mig var: ,,Ert þú úr Keflavík?”….síðan bara hentum við okkur í viðtalið og ég reyndi að kaupa dæturnar til baka,” segir Erpur.

Hann segir í viðtalinu líka frá því þegar hann var í Asíu í janúar, þegar Covid faraldurinn fór á fullt þar og segist hafa upplifað það að í Asíu væri fólk betur undir svona faraldur búið en í Evrópu.

,,Ég fór á einhverjar eyjur í Suður-Kínahafi og fann mér einhverjar fjögurra metra langar eðlur og fór að stunda samskipti við þær….Við vorum í Hong Kong, en þetta er ekkert nýtt fyrir Asíu. Þetta er svo nýtt allt fyrir okkur. Ég bjó í Shanghai á sínum tíma og það eru alltaf allir með grímur.”

Hann og vinir hans lentu þó í smá vandræðum með að komast heim, en það tókst að endingu.

,,Það þurfti að mixa…það var búið að loka á ýmsar flugleiðir og við þurftum að fljúga í gegnum Peking og þar vorum við hlæjandi að því að mega ekki fara inn á veitingastaði nema með grímur og látnir sitja 2 metra frá næsta borði…en svo bara korteri seinna eru Vesturlönd komin í sama.”

Í viðtalinu fara Erpur og Sölvi um víðan völl og ræða meðal annars Johnny Naz tímabilið, frumkvöðlana í rappinu, stjórnmálin, partýin og margt margt fleira

 

Viðtal Sölva við Erp má sjá hér:

 

https://www.youtube.com/watch?v=A6zYUVn0s78&t=5s

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það
Fókus
Í gær

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kennir ChatGPT um að hafa fallið á lögfræðiprófinu: „Ég varð reið og ég öskraði á hana“

Kennir ChatGPT um að hafa fallið á lögfræðiprófinu: „Ég varð reið og ég öskraði á hana“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein