fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Þorvaldur í miklum vanda á Tenerife – Óttaðist dimman fangaklefa og barsmíðar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. júlí 2020 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á þessari stundu sá ég fyrir mér þröngan dimman fangaklefa upp á vatn og brauð og mjög sárar barsmíðar,“ segir Þorvaldur Jóhannsson, eldri borgari á Seyðisfirði, í grein í Morgunblaðinu í dag. Þar lýsir Þorvaldur hremmingum sem hann lenti í á Tenerife í upphafi útgöngubanns vegna Covid-19.

Þorvaldur flaug til Tenerife þann 10. mars þar sem hann ætlaði að spila gólf í góðum hópi. „Flogið var í smekkfullri vél Icelandair til Tene. Þegar þangað kom virtist veiran
víðs fjarri. Talað var um tvö smit á einangruðum stað nyrst á eyjunni. Hótelið á Las Americas-ströndinni sem lent hafði í smiti var orðið frítt,“ segir Þorvaldur.

Útgöngubann skall hins vegar á þann 14. mars og kom ferðalöngunum í opna skjöldu. Þorvaldur lýsir þessu svo:

„Er við félagarnir mættum á þriðja degi í klúbbhúsið til að hefja golfleik mættu okkur starfsmennirnir og tilkynntu að búið væri að loka öllu. Við beðnir að fjarlægja tæki og tól strax. Útgöngubann var síðan tilkynnt opinberlega frá og með 14. mars. Enginn mátti vera utandyra nema til að sækja mat í næstu matvörubúð og lyf í apótek. Brot á útgöngubanni gat varðað sektum og ítrekað brot fangelsi. Lögreglan keyrði um götur og kallaði boðað bann í gjallarhorn.“

Nokkrum dögum síðar lenti Þorvaldur í óvæntum útistöðum við lyfsala sem varð til þess að lögreglan kom á vettvang. Útlitið var mjög dökkt hjá eldri borgaranum sem sá fyrir sér dimman fangaklefa og barsmíðar:

„Þegar þangað kom urðum við lyfsalinn ekki sammála um hvaða lyf það væri sem mig vantaði. Til að taka enga áhættu og verða ekki enn ruglaðri en ég í raun er ákvað ég því að sleppa lyfjakaupunum. Lyfsalinn var alls ekki sáttur við það. Hann elti mig út á götu til að reyna að sannfæra mig með handapati og látum. En Íslendingurinn í mér lét ekki plata sig og steytti ég því bara hnefana á móti og lét svo vaða á hann nokkur krassandi orð á móðurmálinu. Í því renndi vælandi löggubíll upp að okkur og út stigu ekki einn, nei tveir laganna verðir, gráir fyrir járnum, og glitti vel í handjárnin og svartar kylfurnar.“

Ekki gekk Þorvaldi vel að gera sig skiljanlegan við lögregluþjónanna vegna slakrar spænskukunnáttu hans og enn verri enskukunnáttu þeirra. Honum tókst þó að koma á framfæri að hann væri með lykil að hótelíbúð, nafnspjald og ökuskírteini. Lögreglumennirnir hirtu þessi gögn af Þorvaldi og böggluðu honum inn í lögreglubíl. Vakti þetta  honum mikla skelfingu.

Þetta fór hins vegar miklu betur en Þorvaldur óttaðist. Lögreglumennirnir óku honum á íbúðahótelið og fengu staðfest í móttökunni að hann væri gestur þar. Þeir kvöddu hann síðan vinsamlega. Þorvaldur viðurkennir að honum hafi verið mjög létt:

„Ég skrökva ekki þegar ég segi að mér létti mikið. Þar með virtist verkefni laganna vera lokið. Þeir skiluðu gögnum mínum um leið og þeir klöppuðu mér létt, að mér fannst vingjarnlega, á öxlina. Þar með höfðu þeir samviskusamlega sinnt skyldustörfum fyrir sína þjóð í ströngu útgöngubanni. Síðar varð mér hugsað til þess hvort ég hefði sloppið svona vel á Francotímanum sem ríkti á Spáni fyrir ekki svo löngu.“

Þorvaldur segir að ferðaskrifstofan Vita/Golf hafi staðið sig vel við að koma ferðalöngunum heim. Lokakafli hinnar áhugaverðu ferðasögu hans er eftirfarandi:

„Er til Keflavíkur kom beið 14 daga sóttkví, sem ég síðan naut vel í boði bróður og mágkonu í Lundi í Kópavogi. Gengum við daglega í Fossvogsdalnum og heyrði ég þá ýmislegt, m.a. um muninn á pólitíkinni í Reykjavík og Kópavogi.

Sál mín og líkami, ásamt stoltinu, sem hafði töluvert látið á sjá í útgöngubanninu, hresstist til mikilla muna í hvíldinni og íslenska loftinu. Ég var því hress og alsæll er ég flaug austur í Egilsstaði á leið heim í fjörðinn minn fagra sem beið mín þar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“