fbpx
Miðvikudagur 05.ágúst 2020
Fókus

Tímavélin: Fyrstu sólarlandaferðir Íslendinga voru skrautlegar: „Í fluggunni fram og til baka liðið allt trylltist“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 4. júní 2020 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upp úr 1970 byrjuðu Íslendingar að flykkjast í sólarlandaferðir, með lambalæri og Orabaunir í ferðatöskunni. Fram að því voru utanlandsferðir sjaldgæfur munaður.

Á miðjum áttunda áratugnum glumdi í viðtækjum landsmanna „Á Spáni er gott að djamma og djúsa diskótekunum á“, í flutningi Ladda og Brunaliðsins. Allt undir lok sjöunda áratugarins voru fáir Íslendingar sem gátu leyft sér að „bregða sér út fyrir pollinn“ eins og sagt var, nema þá helst þeir sem voru með fín ættarnöfn. Krítarkort voru heldur ekki enn komin til sögunnar og gjaldeyrisskömmtun gerði ferðalöngum erfitt fyrir.

 

Í apríl 1953 bauð Ferða­skrifstofa ríkisins upp á fyrstu pakkaferðina frá Íslandi til Spánar, hálfsmán­aðar ferð sem aðeins efnað fólk gat leyft sér. Fimm árum síðar stóð Guðni Þórðarson, betur þekktur sem Guðni í Sunnu, fyrir hópferð til Mall­orca sem að mati margra markaði upphaf beinna ferða Íslendinga til Mallorca og sólarlanda yfirleitt. Á næstu árum voru tveir kóngar á íslenskum ferðamarkaði: Guðni í Sunnu og Ingólfur Guðbrandsson í Útsýn.

Ljósmynd/Tímarit.is

Áfengið flæddi

Í grein Pressunnar árið 1991 er fjallað um fyrstu sólar­landaferðir Íslendinga til Costa Del Sol, Mallorca og Kanaríeyja í byrjun áttunda áratugarins. Guðni Þórðar­son í Sunnu minntist þess að á árunum 1970 –1978 nægðu opinber mánaðarlaun sóknar­konu fyrir þriggja vikna Mallorca­ferð. Hann rifjaði upp í samtali við Pressuna að á fyrstu árunum var drukkið óhóflega í ferðunum.

„Ferðafólkið var kannski að telja saman sjússana og reikna út hvenær það væri búið að drekka nægilega mikið til að ferðin frá Íslandi borgaði sig. Íslendingar voru þá í glöðum hópi frænda vorra á Norðurlöndum sem höfðu svipaðan hátt á.“

Ljósmynd/Tímarit.is

Steinn Lárusson starfaði sem fararstjóri á Spáni á þessum árum. Í sjónvarps­þættinum Veröld sem var árið 2018 rifjar hann upp stemninguna sem ríkti í þessum fyrstu Spánarferðum. Á þessum tíma ríkti enn bann við sölu á bjór á Íslandi.

„Þessar ferðir eru náttúr­lega mjög sérstakar í byrjun. Fólkið var ekkert vant þessu. Menn komu rjúkandi inn á bar í Keflavík og þar byrjuðu menn að fá sér að drekka.“

Ljósmynd/Tímarit.is

Þuríður Sigurðardóttir starfaði sem flugfreyja hjá Loftleiðum á þessum tíma og rifjar upp að fólk hafi yfir­leitt mætt mjög snemma á flugvöllinn. Íslendingarnir þömbuðu stíft í flughöfninni og um borð í vélinni.

„Þetta var almennt fyllerí, svona oftast nær. Margir vildu ekki sitja á reykinga­ svæðinu, en reyktu samt þannig að þeir fóru aftur í til að reykja og sósalisera og spjalla við vini og kunn­ingja,“ rifjar Þuríður upp og bætir við að í eitt skipti hafi þurft að panta fimm hjóla­ stóla við lendingu vegna þess að farþegar um borð voru orðnir svo drukknir að þeir gátu ekki staðið í fæturna.

Ljósmynd/Tímarit.is

Steinn rifjar einnig upp að á þessum upphafsárum sólarlandaferðanna hafi Ís­lendingar yfirleitt tekið með sér óhemju mikið af mat að heiman. Í íbúðablokkunum þar sem fólkið dvaldi var hægt að finna hangikjötslykt koma úr einni íbúð og salt­ fiskslykt úr þeirri næstu.

„Og síðan var fólk með ýmislegt annað, slátur og lifrarpylsu og mikið af skyri af því að börnin voru vön því að fá skyr á morgnana.“

„Í fluggunni fram og til baka liðið allt trylltist. Dó inni á klói og blindfullt í stjórnklefann villtist,“ söng Bjartmar Guðlaugsson í lag­inu Sólarlanda sem kom út á níunda áratugnum.

 

Á barnum fram eftir nóttu

„Þótt gildi þessara ferða sé umdeilt og stundum virðist all harkalega deilt á þá gjald­eyrisnotkun, sem í ferðunum felst, hafa þó Alþýðusamtökin í landinu viðurkennt almennt gildi þeirra, með því að setja á stofn sérstaka ferðaskrif­ stofu til þess að greiða fyrir því að félagsmenn geti átt kost á þessum ferðum við sanngjörnu og viðráðanlegu verði,“ ritar Kjartan Jónsson í Alþýðublaðið árið 1976.

Ljósmynd/Tímarit.is

„Hin tiltölulega almenna þátttaka í suðurlandaferðum sannar að fólk á Íslandi met­ur það mikils að geta hvílt sig um sinn á hinni rysjóttu veðráttu hérlendis. Sannleik­ urinn mun reyndar vera sá, að slík afþreying mun veita mörgum styrk og þrótt.“

Í grein Tímans árið 1991 rifjar ónefndur ferðalangur upp stemninguna sem ríkti í fyrstu sólarlandaferðunum.

„Mjólkurhvítir Íslendingar á gulri strönd og heima hoppa reikningarnir léttilega inn um dyralúguna. Sólbruni gerir vart við sig fyrsta kvöldið og magapína fylgir framandi réttunum en öllu er skolað léttilega niður með hanastéli áður en haldið er á dansleik­inn.

Ljósmynd/Tímarit.is

Smám saman fá allir á sig gulbrúnan sólarlit eins og í auglýsingabæklingunum heima og allir skrifa póstkort heim þar sem stendur: Hér er sól og hiti, ofsalegt fjör og bjórinn er ennþá betri en heima. „Ég hló svo mikið að ég meig í mig,“ hneggjar stórvaxinn kvenmaður um leið og herbergisdyrnar opnast af syfjulegum karli og vinkona hennar flissar ofan í glasið sem hún fékk á barnum niðri. Þar sitja Ís­lendingarnir fram á rauða nótt, séu þeir ekki á nær­ liggjandi diskótekum. Tveir luralegir karlmenn kallast á yfir bakið á pervisinni konu sem grætur innilega ofan í kokkteilglas,“ skrifar ferða­langurinn og minnist þess að í flugvélinni á leiðinni heim hafi síðan allir pantað sér bjór og Moggann.

Ljósmynd/Tímarit.is

Og þegar líða tekur á flugið syngja tveir sjómenn Kátir voru karlar. Það er lent á Keflavíkurflugvelli í rign­ingu og heima bíða reikning­ar og grámóskulegir vinnu­staðir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Líkið fyrir utan dyrnar

Sakamál: Líkið fyrir utan dyrnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Besta hámhorfið í sumarrigningunni

Besta hámhorfið í sumarrigningunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona býrðu til þína eigin andlitsgrímu

Svona býrðu til þína eigin andlitsgrímu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Margrét Erla: Ég vil sýna kvenlíkamann sem sterkan, fyndinn og skrýtinn

Margrét Erla: Ég vil sýna kvenlíkamann sem sterkan, fyndinn og skrýtinn
Fókus
Fyrir 1 viku

Ásrún og Atli stunduðu kynlíf fyrir framan myndavél – „Þetta var aldrei leikið eða performerað“

Ásrún og Atli stunduðu kynlíf fyrir framan myndavél – „Þetta var aldrei leikið eða performerað“
Fókus
Fyrir 1 viku

Ed Sheeran opnar sig um lágpunktinn – „Þetta er gaman til að byrja með svo fer þetta að verða sorglegt“

Ed Sheeran opnar sig um lágpunktinn – „Þetta er gaman til að byrja með svo fer þetta að verða sorglegt“
Fókus
Fyrir 1 viku

Þessir lögmenn vita hvað klukkan slær

Þessir lögmenn vita hvað klukkan slær
Fókus
Fyrir 1 viku

Krakkarnir vildu ekki að ég léki Ronju Ræningjadóttur

Krakkarnir vildu ekki að ég léki Ronju Ræningjadóttur