fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fókus

Þetta er afstaða Guðmundar í stóra ananas-málinu

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 2. júní 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, birti mynd í gærkvöldi sem sýndi sterka afstöðu hans gagnvart einu umdeildasta máli sitjandi forseta, Guðna Th. Jóhannesson. Stóra ananas á pizzu-málinu.

Árið 2017 vakti gríðarlega athygli þegar að Guðni sagðist vera alfarið á móti ananas á pizzu. Hann gekk meira segja svo langt að halda því fram að hann myndi banna áleggið á pizzu skyldi hann hafa völdin til þess. Þessi skoðun hans kom fram í heimsókn í Menntaskólanum á Akureyri, en ljóst er að þau voru í léttari kantinum. Vísir fjallaði mikið um málið á sínum tíma.

Í gærkvöldi birti Guðmundur mynd af sér ásamt ananas-pizzu sem hann virtist ætla að fara að snæða. Myndina birti hann ásamt textanum: „Ahh pizza með ananas….mmmm.“

Image may contain: 1 person, sitting, pizza, food and indoor

Þarna hefur forsetaframbjóðandinn að öllum líkindum verið að gera grín að áðurnefndum ummælum Guðna sem vöktu líkt og áður segir mikla athygli.

Hvað segja lesendur, á ananas heima á pizzu?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Held að allar bækur sem ég les hafi einhver áhrif“

„Held að allar bækur sem ég les hafi einhver áhrif“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Paradísa sagði skilið við fegurðarsamkeppnir: „Ég hef séð þær vera niðurlægðar fyrir framan fjölskylduna sína“

Paradísa sagði skilið við fegurðarsamkeppnir: „Ég hef séð þær vera niðurlægðar fyrir framan fjölskylduna sína“