fbpx
Föstudagur 03.júlí 2020
Fókus

Tryllt tíska Trumps vekur töluverða athygli

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. júní 2020 21:05

NÝTT ÚTLIT Nýjasta hárgreiðsla Donalds Trump er líklega sú besta fyrir hann. Glöggir áhorfendur sem horfðu á blaðamannafundi forsetans í sambandi við COVID-19 tóku eftir því einn daginn að hann var kominn með nýja hárgreiðslu enn eina ferðina. Gula andlitið og háraliturinn fengu loks að víkja fyrir náttúrulegu útliti sem átti að ljá forsetanum valdsmannslegra yfirbragð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur vakið athygli fyrir margt annað en störf sín sem forseti síðustu ár. Hann hefur oft komist í fréttirnar fyrir útlit sitt, þar sem hárgreiðslan, fatastíllinn og dálæti hans á brúnkukremi hefur gjarnan stolið senunni.

Appelsínugul viðvörun

Brúnkuslys er eitthvað sem maður hefur ekki tengt beint við forseta Bandaríkjanna. Donald Trump breytti því rækilega og hefur tekist að klúðra notkun á brúnkukremi – ítrekað. Hann myndi líklega kalla það falsfréttir en við leyfum okkur að benda á að hann ætti að þiggja aðstoð förðunarfræðings næst þegar hann hyggst fríska upp á útlitið.

 

Bindin

Eitt af einkennum Trumps eru bindin hans. Hann er iðulega með rautt bindi en skiptir því stundum út fyrir blátt. Það sem vekur gjarnan athygli við bindin er hvað þau eru síð. Þumalputtaregla við notkun á hálsbindi er að það á ekki að ná niður fyrir buxnastreng. Það hefur gleymst að láta forsetann vita.

 

Hola í höggi

Trump í einhverju öðru en jakkafötum er sjaldséð sjón. Hann stundar einstaka sinnum golf og skellir sér þá í golffötin. Hann virðist halda sig við frekar stórar stærðir, sama hverju hann klæðist.

 

Of stór jakkaföt

Stór jakkaföt forsetans hafa ítrekað fangað athyglina og er hann jafnvel talinn hafa haft áhrif á tískustrauma með þessu sérlega dálæti sínu á of stórum jakkafötum. Slík föt rötuðu ítrekað á tískupalla eftir að Donald Trump fór að ganga í þeim. Ein þeirra sem hafa skartað slíkum klæðnaði er Kim Kardashian en hún er stórvinkona forsetans umdeilda. Á meðfylgjandi mynd má sjá að skálmarnar á buxum forsetans eru víðari en gengur og gerist á jakkafatabuxum.

 

Hárið á Trump hefur níu líf

Trump hefur skartað ótalmörgum hárgreiðslum í gegnum tíðina. Þunnt hárið hefur ýmist verið greitt aftur á bak eða verið gult. Myndir segja meira en þúsund orð.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Lokalag Eurovisionmyndarinnar þykir magnað en hver er íslenski textinn?

Lokalag Eurovisionmyndarinnar þykir magnað en hver er íslenski textinn?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vinsælustu fegrunaraðgerðirnar á Íslandi í dag

Vinsælustu fegrunaraðgerðirnar á Íslandi í dag
Fókus
Fyrir 1 viku

Skapandi fólk skálar á HönnunarMars – Smartpartý út um allan bæ

Skapandi fólk skálar á HönnunarMars – Smartpartý út um allan bæ
Fókus
Fyrir 1 viku

Heitasti „sjálfustaðurinn“ á Hönnunarmars – Verkinu er ætlað að efla jákvæða sjálfsmynd

Heitasti „sjálfustaðurinn“ á Hönnunarmars – Verkinu er ætlað að efla jákvæða sjálfsmynd