fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fókus

Guðni fagnar stórafmæli móður sinnar

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 28. maí 2020 14:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, óskar móður sinni Margréti Thorlacius til hamingju með afmælið í dag á Facebbok-síðu sinni. Margrét er áttræð í dag, en vill ekki halda stóra veislu að tilefni stórafmælisins.

Í færslu sinni ræðir Guðni um ævi og störf móður sinnar, sem var barnakennari, vinsæl og vel liðin að. Þá minnist Guðni á föður sinn og eiginmann Margrétar, en hann hefði orðið áttræður í fyrra, en lést árið 1983.

Þá deilir Guðni myndum af móður sinni, bæði með sér og síðan með Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta og föður Guðna.

„Móðir mín Margrét er áttræð í dag.

Ekki vill hún Margrét Thorlacius hafa stóra veislu, ráðdeild og hógværð eru henni í blóð borin. En hún hlakkar til að hitta barnabörnin, líf hennar og yndi. Mamma var barnakennari árum saman, afar vinsæl og vel liðin. Með Jóhannesi Sæmundssyni, föður okkar bræðranna sér við hlið, bjó hún okkur öruggt og yndislegt æskuheimili. Pabbi, sem var lengi farsæll íþróttakennari og þjálfari, lést eftir erfið veikindi árið 1983 en hefði honum enst aldur til hefði hann fagnað áttræðisafmæli síðar í sumar.

Á annarri myndinni að neðan erum við móðir mín við innsetningu mína í embætti forseta 1. ágúst 2016. Á hinni eru foreldrar mínir í veislu Vigdísar Finnbogadóttur hér á Bessastöðum stuttu eftir kjör hennar árið 1980.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát
Fókus
Fyrir 2 dögum

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þakkar fyrrverandi fyrir allan „Frasier peninginn“

Þakkar fyrrverandi fyrir allan „Frasier peninginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry