fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fókus

Sumarfrísplön þekktra Íslendinga: Ætla eingöngu að kaupa íslenskar vörur af íslenskum fyrirtækjum

Auður Ösp
Mánudaginn 11. maí 2020 21:30

Þórhallur og Brynja eiga skemmtilegt sumar í vændum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla Sýnar og eiginkona hans Brynja Nordquist fyrrum flugfreyja voru búin að skipuleggja tvær utanlandsferðir á þessu ári en síðan skall Covid-19 faraldurinn á. Þau ákváðu þess vegna að nota ferðasjóðinn í að kaupa eingöngu að kaupa íslenskar vörur af íslenskum fyrirtækjum eða erlendar vörur af aðilum sem skapa störf á Íslandi. Þau hyggjast þau ekki versla neitt af erlendum netfyrirtækjum nema þau skapi störf eða tekjur á Íslandi. Þórhallur birti færslu á facebook nýverið þar sem hann greindi frá þessum áætlunum og óskaði jafnframt eftir uppástungum að gistingu og afþreyingu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa.

„Við ætluðum í langþráð frí til Tenerife um páskana að spila golf og slaka en öll þau plön fóru eðlilega í vaskinn. Við, eins og flestir Íslendingar, áttuðum okkur á að við værum hreinlega ekki að fara neitt næstu mánuðina og þá varð þetta ekki sérstaklega flókið: við byrjuðum að plana ferð um Ísland,“ segir Þórhallur í samtali við DV.

„Við vorum hinsvegar einstaklega hugmyndasnauð hvert við ættum að fara svo við báðum um hjálp frá vinum á Facebook. Viðbrögðin voru frábær og örugglega á annað þúsund ábendinga komu frá tæplega 300 manns. Nú er komið skemmtilegt flækjustig inn í þetta.Það er svo ótrúlega margt áhugavert í boði þannig að við erum að flokka þetta í rólegheitum. Við ætlum að fara af stað í byrjun júlí og gista í Borgarnesi. Þar spilum við golf, skoðum okkur um og rúllum svo í rólegheitum í Stykkishólm. Það eru nokkrir staðir komnir í planið, Ásbyrgi, Dettifoss, Siglufjörður og Kópasker þaðan sem ég er ættaður.“

Þórhallur segist síðan alltaf hafa verið mjög heillaður af Austfjörðum og þá vill Brynja um á Vestfirðina.

„Mörgum þykir planið okkar full metnaðarfullt en þetta er allt í vinnslu. Við vitum að minnsta kosti hvað við viljum eins og skemmtilega gististaði, góða veitingastaði, spila golf og hitta skemmtilegt fólk. Svo langar okkur að finna eitthvað einstakt, staði sem við vissum ekki af og koma á óvart. Við höfum fengið nokkar ábendingar sem hljóma hæfilega klikkaðar og skemmtilegar. Það lengir ferðina að Brynja vill helst stoppa á 15 mínúta fresti og taka myndir fyrir Instagrammið eða Facebook en okkur liggur ekkert á, þetta verður bara skemmtilegt!“

Í nýjasta DV er fjallað um plön fleiri þekktra Íslendinga fyrir sumarið. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta eru sérfræðingarnir sammála um þegar kemur að mataræðinu

Þetta eru sérfræðingarnir sammála um þegar kemur að mataræðinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Datt í það í jólapartíi vinnunnar og fór heim með samstarfsfélaga

Datt í það í jólapartíi vinnunnar og fór heim með samstarfsfélaga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vaknaði grautþunnur og dagurinn var næstum því ónýtur – Gerði þetta í staðinn

Vaknaði grautþunnur og dagurinn var næstum því ónýtur – Gerði þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólin á Instagram – Meira vatn, svefn og bótox á nýju ári

Jólin á Instagram – Meira vatn, svefn og bótox á nýju ári
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý spáir svakalegum breytingum hjá Guggu – „Hún fékk bæði gáfurnar og útlitið“

Ellý spáir svakalegum breytingum hjá Guggu – „Hún fékk bæði gáfurnar og útlitið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum