fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Púsluspil svo vinsæl að verslanir hafa ekki undan

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 3. apríl 2020 16:30

Púsluspilin rjúka út hjá A4 og Eymundsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum ekki undan. Það er gríðarlega mikil sala,“ segir Sigrún Ásta Einarsdóttir, framkvæmdarstjóri A4. Undanfarnar vikur hafa púsluspil fyrir fullorðna rokið út úr verslunum.

Vegna ástandsins í heiminum í dag er fjöldi fólks að halda sig heima og mun koma til með að gera það næstu vikur. Sumar vörur seljast betur en aðrar á þessum tíma. Við greindum frá því í mars að sportvörur fyrir heimaræktina seldust í tonnatali.

Fólk virðist vera að nýta tækifærið og verja tíma með fjölskyldunni. Púsluspil seljast hratt og í fjölbreyttum útgáfum. Púsluspil fyrir fullorðna, púsluspil sem öll fjölskyldan getur hjálpast að eru vinsæl en einnig ráðgátuspil sem er hægt að dunda sér að þegar börnin eru sofnuð.

Allir púsla.

Ekki bara púsl

„Við sjáum ekki bara aukningu í púslum heldur öllu sem viðkemur svona samveru. Hvort sem það er leir, perlur og páskaföndur,“ segir Sigrún Ásta.

„Það er ótrúlega jákvætt hvað fólk er að gera heima hjá sér. Við höfum lengi verið að tala um meiri samveru og minni skjátíma, það er svona okkar fókus í vöruvali og markaðssetningu. Við horfum mikið til þess að vera með vörur sem eru skapandi og stuðla að samveru. Það er ótrúlega ljúft að sjá hversu mikið fólk er að leggja áherslu á að eyða uppbyggilegum tíma með sínum nánasta nú þegar það er fast heima.“

Til þess að hvetja fólk til að versla í gegnum netverslun, og koma þannig í veg fyrir að fara yfir fjöldatakmörkun í verslun, býður A4 upp á fría heimsendingu. Þú getur fengið vörurnar sendar samdægurs ef þú pantar fyrir þrjú.“

Sama sagan hjá Eymundsson

Borgar Jónsteinsson, rekstrarstjóri verslana Pennans, hafði sömu sögu að segja með púsluspilin. Hann sagði púslmottur vera sérstaklega vinsælar. Þær eru tilvaldar fyrir fólk sem vill ekki að púsluspilið hertaki eldhúsborðið í marga daga.

„Þetta eru sérstakar mottur sem er rúllað út, svo púslarðu á mottuna svo rúllarðu henni upp með púsluspilunum. Þetta er voða sniðugt,“ segir Borgar og bætir við að það hafi orðið aukning í sölu á fleiri vörum.

„Fullorðinslitabækurnar eru að seljast og litirnir fyrir þær. Föndurdót líka að seljast ásamt leikjastólum og leikjaborðum,“ segir hann.

„Svo fyrir utan bækurnar. við erum að sjá mikla hreyfingu í bókunum.“

Eymundsson er einnig með netverslun og býður upp á fría heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát
Fókus
Fyrir 4 dögum

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna