fbpx
Mánudagur 06.apríl 2020
Fókus

Sigurjón segist aldrei eiga krónu: Rifjar upp tilurð Beverly Hills 90210 – „Öllum fannst þetta óttalega lélegt“

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 25. mars 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndaframleiðandinn og athafnamaðurinn Sigurjón Sighvatsson er næsti gestur Loga Bergmanns í þættinum Með Loga sem sýndur verður annað kvöld í Sjónvarpi Símans. Í þættinum spyr Logi meðal annars út í ferilinn, hvatann og ekki síst þáttaröðina Beverly Hills 90210, en Sigurjón var einn af framleiðendum þeirrar seríu.

Unglingaþættirnir voru gríðarlega vinsælir um heim allan á tíunda áratug síðustu aldar. Þeir hófu göngu sína í október árið 1990 en áhorfstölurnar þóttu arfaslakar til að byrja með. Það var svo ári síðar sem mikill áhugi á þáttunum kviknaði og náðu þeir að halda vinsældum sínum nánast þar til síðustu seríunni lauk árið 2000.

Má þess geta að Sigurjón var einnig framleiðandi á virtu sjónvarpsþáttunum Twin Peaks, sem hann segir hafa leitt til þess að Beverly Hills varð að veruleika.

„Við [hjá framleiðsluteyminu] vorum fengnir í þetta verkefni vegna við vorum búnir að gera svo mörg tónlistarmyndbönd fyrir MTV og allir í bransanum héldu að við vissum hvað unglingarnir vildu, sem ég veit ekki hvort hafi verið rétt.“ segir Sigurjón.

„Við vorum byrjaðir að taka upp Twin Peaks, sem allir vildu vera með í. Það voru þættir sem brutu ákveðið blað, sem fólk vissi strax, en það vildi enginn í mínu fyrirtæki taka að sér Beverly Hills. Ég var sá eini og hugsaði með mér: „Ég fíla þetta!“ Ég hef alltaf fílað sápur.“

Sigurjón segist hafa alla tíð verið hrifinn af drama í sjónvarpi og ekki síður melódrama, en hafi við fyrstu verið erfitt að koma 90210 í gang. „Mér fannst þetta ótrúlega spennandi. Öllum fannst þetta óttalega lélegt. Það var einn yfirmaður minn sem studdi þetta, en svo fékk ég rosalega mikið af greiðum frá fólki sem vann við Twin Peaks. Þetta fólk studdi Beverly Hills,“ segir Sigurjón. „Báðir þessir þættir höfðu grundvallaráhrif í Hollywood og breyttu ýmsu.“

„Ég á aldrei krónu“

Þegar Sigurjón horfir yfir ferilinn segist hann myndi gera ýmislegt með öðruvísi hætti í dag, sem hann segir að sé sökum þess að vera heldur hvatvís að eðlisfari. Þykir honum það líka vera ákveðin kaldhæðni að vera yfirleitt blankur en stundar reglulega viðskipti.

„Auðvitað myndi ég kannski hafa annan stíl á sumu sem maður gerði, því verður ekki neitað. Ég er hvatvís, en peningarnir hafa samt aldrei verið markmiðið. Peningar eru bara hvati eða hreyfiafl,“ segir Sigurjón og heldur áfram:

„Ég á aldrei krónu. Það er alltaf sama sagan. Ef það kemur peningur inn, þá er hann farinn. Ég hef aldrei átt einhverjar stórar summur í banka. En auðvitað var þetta allt blundandi í mér áður en ég fór til Bandaríkjanna. Síðan fer ég inn í þetta viðskiptaumhverfi í Ameríku og sá að það hentaði mér algjörlega.“

Viðtalið verður sýnt í heild sinni á Sjónvarpi Símans annað kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skotheld ráð sem breyta innkaupaferðum þínum í Covid-faraldri

Skotheld ráð sem breyta innkaupaferðum þínum í Covid-faraldri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva Einars kveður einkennislitinn og orðin dökkhærð

Sunneva Einars kveður einkennislitinn og orðin dökkhærð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn á Höfn slá í gegn

Lögreglumenn á Höfn slá í gegn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Páskastjarnan ekki af baki dottin þrátt fyrir COVID-19 og kynnir nýtt lag – „Meira meira, eitthvað meira, má ég nokkuð bjóða þér?“

Páskastjarnan ekki af baki dottin þrátt fyrir COVID-19 og kynnir nýtt lag – „Meira meira, eitthvað meira, má ég nokkuð bjóða þér?“
Fókus
Fyrir 1 viku

Þegar vídeóspólan kom til Íslands – Kvikmyndahúsaeigendum fannst hagsmunum sínum ógnað – Vídeógláp var talið skaðlegt börnum og ungmennum

Þegar vídeóspólan kom til Íslands – Kvikmyndahúsaeigendum fannst hagsmunum sínum ógnað – Vídeógláp var talið skaðlegt börnum og ungmennum
Fókus
Fyrir 1 viku

10 kostulegustu Facebook-hóparnir á Íslandi

10 kostulegustu Facebook-hóparnir á Íslandi