fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Linda keypti íbúð sem hafði ekki verið snert í 72 ár – „Mér finnst fátt vera áhætta“

Íris Hauksdóttir
Sunnudaginn 22. mars 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Linda Jóhannsdóttir hönnuður lýsir sjálfri sér sem litaglöðum húmorista. Merkið hennar, Pastelpaper, er að gefa út tvær nýjar mynda- og kortalínur sem munu eflaust fegra heimili landsmanna, en samhliða fyrirtækjarekstrinum gerir Linda upp íbúð í Hlíðunum. Linda er í yfirheyrslu helgarinnar.

Hvar líður þér best? Í ævintýrum með skemmtilegu fólki, finnst ekkert skemmtilegra en að upplifa nýja hluti, sjá nýja staði, kynnast nýrri menningu og fólki.

Hvað óttastu mest? Að hafa ekki nægan tíma með þeim sem ég elska mest.

Hvert er mesta afrek þitt? Það eru til svo mörg klisjuleg, svo við þessari spurningu, reynum að forðast þau. Myndi samt segja mitt mesta afrek að elta drauma mína og standa upp þegar lífið fellir mig. Ég stofnaði Pastelpaper nýútskrifuð úr Listaháskólanum, það er ekki alltaf auðvelt að reka lítið hönnunarfyrirtæki á Íslandi, en enginn sagði að lífið yrði auðvelt.

Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér? Vá, þau eru frekar mörg furðuleg, en ætli það furðulegasta sé ekki að vera syngjandi blómasendill.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni? „She had fun“ og svo yrði að vera undirtitill .… sem ég læt þann sem skrifar bókina um að finna.

Hvernig væri bjórinn Linda? Það kom á markaðinn bjór um daginn sem heitir Linda B sem var næstum því næg ástæða til að byrja drekka bjór, en nei, því miður er hann jafn vondur og hinir, minn bjór væri því alls ekki bjór heldur kokteill í dós, „let’s face it“, kokteilar eru bara meira „fun“.

Besta ráð sem þú hefur fengið? „Do it!“

Hvert er leiðinlegasta húsverkið? Að ryksuga, það er bara eitthvað við það að ryksuga sem fer alveg með mig, já, það og brjóta saman þvott, bara af því það er svo tímafrekt ef það er gert rétt og það verður að gera það rétt.

Besta bíómynd allra tíma? Það er ekki einhver ein, fer eftir degi og stuði, en ég horfi bara á myndir sem enda vel.

Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir? Að geta lesið hugsanir.

Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Mér finnst fátt vera áhætta, meira bara tækifæri sem ýmist ganga upp eða ekki, síðasta tækifæri sem ég ákvað að grípa var að kaupa íbúð sem hafði ekki verið snert í 72 ár og hafði verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá því að hún var byggð. Er að gera hana alla upp, enda er hún virkilega komin til ára sinna og ég hef verið að pósta því skemmtilega ferli á Instagram fyrir þá sem hafa gaman af því að fylgjast með, finnið mig undir llindajohannsdottir á Instagram ef þið viljið sjá hvort hún verði einhvern tímann tilbúin.

Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér? Get ekki! Það er ekkert verra, afi minn er mín helsta fyrirmynd í lífinu og hann hefði aldrei sagt: ég get ekki. Flestir afar eru ofurhetjur í huga barnabarna sinna, en afi minn var ofurhetja og ekki bara í mínum augum. Þú getur allt sem þú vilt, stundum þarftu bara að berjast aðeins meira fyrir því og stundum er útkoman önnur en þú hélst.

Hvaða geturðu sjaldnast staðist eða ert góð í að réttlæta að veita þér? Ég er frekar góð í að réttlæta hluti, ævintýraferðir eru eitthvað sem alltaf er hægt að réttlæta.

Hvaða leynidraum áttu þér? Ég á mér marga drauma sem ég mun elta en leynidraumur minn er að vera leikari og grínisti, hvort ég elti hann veit ég ekki. En ég á mér tvö mottó, það er betra að sjá eftir hlutum sem þú gerðir en gerðir ekki og „Never regret things that once made you smile“, svo það er aldrei að vita hvort ég elti líka þann draum.

Hvað er á döfinni hjá þér? Ég er að gefa út tvær nýjar línur, þær áttu að koma út á HönnunarMars en honum er frestað en ég ætla samt að gefa þær út. Önnur heitir Colors of Iceland og er eins konar litakort fyrir Ísland og hinn er lína af ljósmyndum eftir mig. Það er hægt að sjá myndir inni á Instagram Pastelpaper.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar