fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Beck kemur á klakann ásamt Two Door Cinema Club

Fókus
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Beck kemur fram í Höllinni 2. júní 2020 ásamt hljómsveitinni Two Door Cinema Club.

Beck hefur verið fastur gestur í útvarpi, sjónvarpi og heyrnatólum okkar síðan snemma á tíunda áratugnum. Hann varð fyrst heimsþekktur þegar hann gaf út lagið Loser sem toppaði vinsældalista um allan heim árið 1994 og síðan þá hefur hann gefið út 14 plötur, þar af tvær sem eru á lista Rolling Stone yfir 500 bestu plötur allra tíma og unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal 7 Grammy verðlaun. Beck gaf út plötuna Hyperspace í lok seinasta árs en platan var pródúseruð af Pharell Williams.

Two Door Cinema Club  er hljómsveit frá Norður Írlandi sem hefur verið að spila og gefa út músík og í meira en áratug. Fyrsta breiðskífan þeirra Tourist History er í dag goðsagnakennd plata sem öll indí börn þekkja vel, en hún inniheldur lög eins og What You Know og Undercover Martyn. Sveitin gaf nýlega út plötuna False Alarm sem er djarft og þroskað framhald af 10 ára ferli.

Póstlistaforsala hefst næstkomandi fimmtudag klukkan 12:00. Almenn sala hefst næstkomandi föstudag klukkan 12:00. Þú getur skoðað viðburðinn á sena.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir