fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Ungur kvótaerfingi keyrir um á lúxusbifreiðum í nýju myndbandi – „Ég þarf ekki að borga skatt“

Fókus
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 21:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flosi V, ungur kvótaerfingi og rappari, gaf í dag út nýtt tónlistarmyndband við lagið Hvað veist þú um það. Það vakti athygli fyrr á þessu ári þegar Stundin fjallaði um efnishyggjuna í íslenskri tónlist í dag en myndir af Flosa voru áberandi í greininni.

Í grein Stundarinnar var fjallað um texta Flosa með hliðsjón af gróða fjölskyldunnar hans. „Þeir tala um þúsundkall, ég tala um milljónir, segir ungur kvótaerfingi á Instagram og birtir mynd af sér að veifa þykku búnti af fimm þúsund króna seðlum í lúxusbíl. Útgerðarfélag fjölskyldunnar hans hagnaðist um tvo milljarða króna á síðasta uppgefna rekstrarári. En sjálfur er hann að hefja rappferil.“

Eins og áður segir þá gaf þessi Flosi út tónlistarmyndband í dag en þar sést hann meðal annars halda á þessu seðlabúnti. Þá er hann klæddur í afar dýrar flíkur frá tískuhúsum á borð við Gucci en ásamt því skartar hann skartgripum sem virðast mjög dýrir.

Í myndbandinu keyrir Flosi um á tveimur lúxus bílum, annars vegar hvítri Porche-bifreið af gerðinni Panamera og hins vegar rauðum Range Rover. Í laginu syngur hann síðan línur eins og „Ég þarf ekki að borga skatt“ og „Er að græða fokking gróft, færi pening inn á bankabók“.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan en lagið er einnig að finna á Spotify:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro