fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Skiptast á skógjöfum til að hlífa veskinu – „Minnkum um leið sóun og spreð“

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 2. desember 2020 15:34

Vinkonurnar Brynhildur og Björt hvetja fólk til að skiptast á - og gefa hluti sem nýta má í skógjafir. Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinkonurnar Brynhildur S. Björnsdóttir og Björt Ólafsdóttir stofnuðu facebook-hópinn Gefins skó- og jólagjafir  sem hvetur fólk til þess að skiptast á heillegum barnagjöfum í skóinn og undir tréið.
„Veskið er þunnt hjá mörgum fyrir þessi jól og svo blöskrar okkur líka bara sóunina hjá okkur, sem á sér stað fyrir hver jól. Við hljótum að geta létt undir með hvort öðru fyrir jólin og minnkað kolefnissporin um leið,“ segir Brynhildur aðspurð um síðuna.

Hún bendir á að það sé tilvalið að taka til hendinni og fækka um leið hlutum í kringum sig. „Erfitt ár að baki fyrir marga og jólin á næsta leiti. Margir að hreinsa til í barnaherbergjunum og finna þar gamlar gersemar sem enginn leikur sér með lengur.“ Strax hafa 170 manns gengið í hópinn og er fólk byrjað að bjóða fram fallega hluti á borð við bækur, púsl og liti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“