fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
Fókus

Greip kærastana glóðvolga við framhjáhald

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 30. nóvember 2020 20:30

Myndir: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Paige Woolen hefur undanfarið verið að hjálpa konum að komast að því hvort makinn þeirra myndi halda framhjá. Paige, sem er með yfir 200 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram, útskýrði nýverið hvers vegna hún ákvað að gera þetta.

„Ég tók eftir því að margir menn sem senda mér persónuleg skilaboð eru með myndir af kærustunum sínum á aðganginum sínum,“ segir Paige á Instagram en DailyStar vakti athygli á málinu. „Það lét mig hugsa um það hvort kærusturnar þeirra viti af því að kærastinn þeirra er að senda einhverjum fáklæddum stelpum skilaboð. Ég ákvað að leggja mitt af mörkum og hjálpa stelpunum sem fylgja mér á Instagram.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Paige Woolen (@paigewoolen)

Paige bauðst til þess að senda skilaboð fyrir stelpur á kærastana þeirra til að athuga hvort þeir myndu halda framhjá. „Það kom mér á óvart að flestir svöruðu ekki eða þá sögðu eitthvað dónalegt eða að þeir ættu kærustu, bara nokkrir lugu og sögðust vera einhleypir,“ segir Paige.

Hún greip einn mann glóðvolgan eftir að hafa spurt hann hvort hann væri í sambandi. „Ég er nógu einhleypur,“ sagði maðurinn sem var í sambandi og spurði Paige því næst um notendanafn hennar á samfélagsmiðlinum Snapchat.

Þá voru aðrir sem bitu á agnið og sögðust vera einhleypir. Þó viðurkenndi einn að hann væri í sambandi en væri samt til í að hittast. Sá sagði að kærastan hans væri til í alls konar svo þau gætu gert eitthvað skemmtilegt öll saman.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Paige Woolen (@paigewoolen)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 10 vísbendingar um að kona sé að daðra við þig

Afhjúpar 10 vísbendingar um að kona sé að daðra við þig
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klikkuðustu beiðnirnar sem hún hefur afgreitt á OnlyFans – „Hafið þið heyrt um Fruit Looping?“

Klikkuðustu beiðnirnar sem hún hefur afgreitt á OnlyFans – „Hafið þið heyrt um Fruit Looping?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bruce Willis rekinn úr verslun fyrir að neita að vera með grímu

Bruce Willis rekinn úr verslun fyrir að neita að vera með grímu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tengdamæður frá helvíti – „Hún kenndi tveggja ára barninu mínu að kalla mig tík“

Tengdamæður frá helvíti – „Hún kenndi tveggja ára barninu mínu að kalla mig tík“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þess vegna deilir Páll Óskar aldrei myndum af heimilinu sínu

Þess vegna deilir Páll Óskar aldrei myndum af heimilinu sínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nicole Kidman afhjúpar „óhugnanlegar“ aukaverkanir sem hún upplifði eftir leik

Nicole Kidman afhjúpar „óhugnanlegar“ aukaverkanir sem hún upplifði eftir leik
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gerður selur kynlífstæki fyrir meira en milljón á hverjum degi – „Þarna kom þetta augnablik“

Gerður selur kynlífstæki fyrir meira en milljón á hverjum degi – „Þarna kom þetta augnablik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Beðmál í borginni snúa aftur – „Hvar eru þau núna?“

Beðmál í borginni snúa aftur – „Hvar eru þau núna?“