fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Póstburðarmaður misnotaði hann 11 ára og hótaði að drekkja honum í Kópavogslaug

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. nóvember 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýju myndbandi frá samtökunum Stígamót greinir miðaldra maður frá kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir 11 ára gamall. Póstburðarmaður lokkaði hann hann heim til sín til að gefa honum sælgæti og misnotaði hann kynferðislega.

Eftir ofbeldið hótaði maðurinn því að myrða drenginn ef hann segði frá með því að drekkja honum. Nokkrum mánuðum síðar fannst unglingspiltur látinn í Kópavogslaug og var umræddur maður bendlaður við dauða hans. Þetta jók enn á ótta piltsins.

Ofbeldið markaði líf mannsins, hann dró sig í skel, varð utanveltu og varð fyrir einelti. Er hann skilaði skömminni með hjálp Stígamóta urðu straumhvörf í lífi hans og honum fór smám saman að líða betur.

Stígamót hafa birt þetta myndband og fleiri reynslusögur á Facebook undanfarið sem hluta af átaki til að fjölga starfsfólki hjá samtökunum. Í texta undir myndbandinu segir:

„Við erum með um sjötíu manns á biðlista og þurfum að bæta við okkur starfsfólki til að bregðast við þessari aðsókn. Fylltu út formið ef þú vilt hjálpa.“

Sjá nánar hér

https://www.facebook.com/hafdis.jonsdottir.3/posts/10221686475025292

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“