fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Fókus

Hversu vel þekkir þú þessa íslensku söngtexta ?- Taktu prófið!

Fókus
Laugardaginn 21. nóvember 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Syngjandi hér, syngjandi þar, syngjandi alls staðar. Íslendingum þykir mörgum gaman að syngja, sérstaklega í góðra vina hóp þar sem einhver kann fleiri en þrjú grip á gítarinn.

En hversu vel þekkir þú textanna? Hér tók Fókus saman nokkur vinsæl lög sem gjarnan fá að heyrast í teitum og samkomum. Þekkir þú lögin og þekkir þú textana?

Hér þarf vart að taka fram að skemmtilegast er að taka prófið og láta það eiga sig að svindla, en hey við erum ekki foreldrar þínir og þið gerið það sem þið viljið.  Tilgangurinn er að hafa gaman.

Bjartmar Guðlaugsson söng um „Týndu kynslóðina". En hvert af eftirfarandi á ekki við um hann „pabba" sem sungið er um í laginu?

Bítlavinafélagið söng um stelpu í skólastofu sem söng svo fallega. En í hvaða fagi var hún alltaf best?

Hvað voru börn og aðrir minna þroskaðir menn að gera?

Hvert af eftirfarandi á ekki við um Ása í bæ og Þjóðhátíðarlag hans frá 1962?

Hvað eru Stuðmenn ekki tilbúnir að gera fyrir frægðina samkvæmt laginu „Slá í gegn"?

Hvaða tíma árs leið dúettnum GCD best með stúlkunni sinni upp á Arnarhól?

Helgi Björns söng um endurfundi. Botnaðu textann: „Síðan hittumst við aftur...

Ingó og Veðurguðirnir sungu um að bregða sér til Bahamaeyja til að komast yfir sambandsslit. En hvað var það eina sem fyrrverandi skildi eftir?

Sálin hans Jóns míns söng um einbeitan vilja til að vera „Hjá þér". Hvert af eftirfarandi er ekki nefnt sem dæmi um hvað þeir vilja í textanum??

Hvað vantar í textabrotið ? „_________ er að gráta alveg eins og ég"

Einu sinni á ágústkvöldi gerðist nokkuð sem varð að leyndarmáli sem enginn veit nema þeir sem voru viðstaddir og nokkrir þrestir. En hvar átti þetta sér stað?

Úr hvaða lagi er textabrotið: „Þú ert ekki James Dean, því miður"?

„Á diskóbar, ég dansaði .............."?

Samkvæmt lagi sem sló heldur betur í gegn árið 2017 þá fýla JóiPé og Króli bara......?

Megas vill að þú spáir í hann, en spáum frekar í textann. Hvaða orð vantar? „Finnst þér ekki ____________ vera sjúkleg"

Hvar drúpir lítil rós höfði?

Hvað heyrði Valdimar í laginu „Yfirgefinn"?

Ragga Gísla söng: „Kannski sé ég draumaprinsinn......" en hvað kemur svo?

„Það bera sig allir vel........"?

„Við gengum tvö, við gengum tvö ..............."?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gekk í gegnum sáran missi -„Mér finnst ég sjálf hafa verið að koma upp úr kafinu“

Gekk í gegnum sáran missi -„Mér finnst ég sjálf hafa verið að koma upp úr kafinu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Lifði tvöföldu lífi eftir skilnaðinn – Kynlífsvinna, karlmannshárkollur og stinningarlyf

Sakamál: Lifði tvöföldu lífi eftir skilnaðinn – Kynlífsvinna, karlmannshárkollur og stinningarlyf