fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fókus

Vera tók íbúðina í gegn og hélt kostnaðinum í lágmarki – Trylltar „fyrir og eftir“ myndir

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 13. nóvember 2020 14:00

Vera Sigurðardóttir. Allar myndir í greininni eru aðsendar og teknar af Fasteignaljósmyndun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vera Sigurðardóttir keypti fjögurra herbergja íbúð í Breiðholti í byrjun sumars. Hún og faðir hennar hafa gert íbúðina upp og haldið kostnaði í lágmarki. Þau sáu um alla vinnu að mestu en fengu einnig aðstoð frá fjölskyldunni og góðum vinum.

Vera starfar sem löggildur fasteignasali. Hennar ástríða er að koma heim til fólks og aðstoða það við stíliseringu fyrir myndatökur og einnig að gefa góð ráð. Hún segir að það þarf ekki alltaf að kosta mikil til að bæta og breyta.

Hún deilir með okkur alveg mögnuðum myndum af íbúðinni, bæði fyrir og eftir framkvæmdir. Fyrir áhugasama fer hún yfir allar framkvæmdirnar neðst í greininni.

Stofa og eldhús fyrir

Stofa og eldhús eftir

Mynd: Fasteignaljósmyndun
Mynd: Fasteignaljósmyndun
Mynd: Fasteignaljósmyndun
Mynd: Fasteignaljósmyndun
Mynd: Fasteignaljósmyndun
Mynd: Fasteignaljósmyndun
Mynd: Fasteignaljósmyndun
Mynd: Fasteignaljósmyndun

Baðherbergi fyrir

Baðherbergi eftir

Mynd: Fasteignaljósmyndun
Mynd: Fasteignaljósmyndun
Mynd: Fasteignaljósmyndun

Svefnherbergi fyrir

Svefnherbergi eftir

Mynd: Fasteignaljósmyndun
Mynd: Fasteignaljósmyndun
Mynd: Fasteignaljósmyndun
Mynd: Fasteignaljósmyndun

Gangur og forstofa fyrir

Gangur og forstofa eftir

Mynd: Fasteignaljósmyndun
Mynd: Fasteignaljósmyndun
Mynd: Fasteignaljósmyndun
Mynd: Fasteignaljósmyndun

Svalir fyrir

Svalir eftir

Mynd: Fasteignaljósmyndun
Mynd: Fasteignaljósmyndun

Framkvæmdirnar

Eins og fyrr segir sáu Vera og faðir hennar að mestu leyti um framkvæmdirnar. Hún fer yfir allt sem þau gerðu.

„Það var rifið út forstofuskápinn, veginn á milli eldhússins og stofunnar, gólfefni og gólfflísarnar á baðinu, einnig voru hurðir fjarlægðar. Svo fór afgangur af eldhúsinnréttingunni líka á haugana,“ segir hún.

„Við keyptum harðparket og gott undirlag frá Birgison, en listarnir voru keyptir í Bauhaus. Veggir, loft, eldhúsinnrétting og innihurðar er allt í sama lit. Málning á veggi og loft er Alphaacryl Pure Mat SF frá Sérefni, liturinn Linnea Sand.

Innrétting og hurðir voru málaðar með möttu Super finish Linnea Sand frá Sérefni. Gluggar og fataskápar lakkaðir með möttu Super Finish frá Sérefni, litur 8500. Þetta á ekki við um baðherbergið.

Allir tenglar voru teknir af, hreinsaðir vel og spreyjaðir. Fyrst með „primer“ og svo lit. Spreyið er frá Slippfélaginu og heldur sér alveg. Klósett, baðkar og allir ofnar voru tiltölulega nýlegir. Innihurðir voru keyptar notaðar, hurðarhúnar og gerefti var keypt í Húsasmiðjunni. Gerefti og hurðirnar voru svo grunnaðar og lakkaðar.

Eldhúsinnréttingin var tekin niður og efri skápum hent, innréttingin var grunnuð og lökkuð. Höldur keyptar hjá Höldum í Kópavogi, ný borðplata frá Fantofell, vaskur frá Ísleifi og blöndunartæki pantað erlendis frá og helluborð úr Elko.

Tókum flísarnar af baðherbergisgólfinu ásamt innréttingunni og öllum blöndunartækjum. Flísar á veggjum voru grunnaðar og málaðar. Flísar á gólfi voru keyptar hjá Húsasmiðjunni, innrétting og vaskur frá IKEA. Spegillinn var keyptur notaður og blöndunartæki fyrir vaskinn voru frá IKEA en keyptum erlendis frá á sturtuna og baðið. Glerið var pantað frá Ispan. Efniskostnaður við baðherbergið var um 200 þúsund krónur.“

Vera segir að efniskostnaður við upptalninguna vera um 1,2 milljón krónur og förgunarkostnaður á Sorpu er þar talinn með, sem var um 40 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“
Fókus
Í gær

Ómar og Eva Margrét gengin í það heilaga

Ómar og Eva Margrét gengin í það heilaga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Harry sagður hafa klúðrað sáttum við föður sinn með nýjasta útspilinu – „Hann var svo nálægt því“

Harry sagður hafa klúðrað sáttum við föður sinn með nýjasta útspilinu – „Hann var svo nálægt því“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kótilettukvöld Samhjálpar – Fagna árangri fjölda fólks við að ná bata frá fíknisjúkdómnum

Kótilettukvöld Samhjálpar – Fagna árangri fjölda fólks við að ná bata frá fíknisjúkdómnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tvö íslensk söfn valin á lista þeirra undarlegustu í Evrópu – Enduðu í fyrsta og fjórða sæti

Tvö íslensk söfn valin á lista þeirra undarlegustu í Evrópu – Enduðu í fyrsta og fjórða sæti