fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fókus

Heimskonan Margrét: Mér fannst ég þurfa að fá mér alvöru vinnu

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 5. nóvember 2020 19:51

Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst. Mynd/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Jónsdóttir Njarðvík er í forsíðuviðtali í helgarblaði DV sem kemur út á morgun. Hér má lesa brot úr viðtalinu.

Margrét tók við sem rektor Háskólans á Bifröst í sumar. Þegar tilkynnt var um ráðningu hennar í janúar óraði engan fyrir þeim áhrifum sem COVID-19 ætti eftir að hafa á menntakerfið í heild sinni. Á Bifröst er hins vegar yfir 20 ára reynsla af fjarnámi og þykir skólinn framúrskarandi á því sviði. „Bifröst er algjörlega COVID-klár háskóli og nýtur góðs af því nú,“ segir hún.

Fjölskylda Margrétar var ein af þeim fyrstu sem fluttu í Breiðholtið þegar það var að byggjast upp. „Við bjuggum í Ljósheimum þegar ég fæddist en árið 1968, þegar ég er alveg að verða tveggja ára, flytjum við í Bakkahverfið þar sem ég er alin upp. Breiðholtið hafði ákveðinn stimpil á sér og við Breiðholtsvillingarnir svokölluðu upplifðum að við þyrftum alltaf að sanna okkur þrefalt á við aðra. Ég held að úr bekknum mínum séum við átta sem eru með doktorsgráður, þrátt fyrir að alast upp í þeirri trú að við værum ekki jafn merkileg og krakkar í öðrum skólum.“

Góður stjórnandi lyftir öðrum upp

Margir þekkja Margréti sem stofnanda og eiganda ferðaskrifstofunnar Mundo. Fyrirtækið sérhæfir sig meðal annars í þjálfunarferðum íslenskra kennara erlendis, skiptinámi og sumarbúðum ungmenna á erlendri grundu auk þess að annast ráðgjöf í alþjóðamálum.

Hún er með doktorspróf í spænsku og bókmenntum frá Princeton University og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Hún var lektor í spænsku við HÍ og síðan dósent við viðskiptadeild HR, auk þess að stýra alþjóðasviði skólans.

Hvað einkennir góðan stjórnanda?

„Góður stjórnandi er góður hlustandi og hann hefur nokkur kíló af hugrekku í sitthvorum rassvasanum. Góður stjórnandi lyftir öðrum upp. Hann passar að vera þjónandi og greiða götu fólksins sem hann er að vinna með,“ segir hún sem raunar rímar vel hugmyndafræðina á Bifröst þar sem boðið er upp á nám í þjónandi forystu.

Vildi leika sjálf í leikritinu

Hún stofnaði Mundo 2011 eftir að hafa misst vinnuna. „Tíu dögum seinna var ég búin að stofna Mundo. Fyrst ætlaði ég að vera með styrkjaráðgjöf því ég er góð í að ná í alþjóðlega styrki en svo fannst mér ekkert skemmtilegt að sækja um styrki nema ég væri sjálf að leika í leikritinu,“ segir hún og hlær. „Ég fór því að hugsa um hvar styrkleikar mínir lægju; ástríða, hæfileikar og menntun.“

Hún situr í stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), hefur lengi hvatt aðrar konur áfram á ýmsan hátt, meðal annars til að stofna fyrirtæki, en viðurkennir að hún hafi sjálf haft efasemdir um Mundo fyrstu tvö árin, eða réttara sagt haft efasemdir um sjálfa sig.

„Mér fannst ég þurfa að fá mér alvöru vinnu og þorði ekki að setja alla orkuna mína í þetta verkefni. Mundo tók síðan flugið en ég þurfti að heyra það frá góðri vinkonu að ég ætti að veðja á sjálfa mig. Oft eru stærstu hindranirnar innra með okkur sjálfum. Það tók mig tíma að fá trú á sjálfa mig.“

Viðtalið í heild sinni má lesa í helgarblaði DV sem kemur út á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Fókus
Í gær

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Big Bang Theory stjarna birti sjaldséða fjölskyldumynd

Big Bang Theory stjarna birti sjaldséða fjölskyldumynd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sonur síðasta vitavarðarins í Hornbjargsvita var myrtur í El Salvador

Sonur síðasta vitavarðarins í Hornbjargsvita var myrtur í El Salvador