fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fókus

Sjáðu myndirnar – Fjögurra barna móðir skildi við eiginmanninn og gerðist fyrirsæta – Eyðir milljónum í nýjan lífsstíl

Fókus
Föstudaginn 16. október 2020 23:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fiona Hollingsworh er bresk 37 ára fráskilin móðir sem starfar sem fyrirsæta hjá tímaritum líkt og Playboy. Nú tekur hún þátt í fegurðarsamkeppni í heimalandinu, þar af leiðandi hafa bresk götublöð fjallað mikið um hana síðustu daga.

Hún kynntist fyrrverandi eiginmanni sínum þegar hún var 21 árs. Þau giftust og eignuðust fjögur börn saman. Hún hafði starfað sem fyrirsæta árin á undan, en hjónabandið virtist eyðileggja þann ferill.

Svo, seinasta október skyldi hún við manninn og ákvað að starfa sem fyrirsæta á ný.

„Eftir skilnaðinn minn í október var ég mjög tilbúinn að koma mér aftur út í fyrirsætu-bransann. Ég sótti um í sundfata-fegurðarsamkeppni í mars og í kjölfarið fékk ég boð um að verða Playboy-leikfélagi.“

„Ég er himinlifandi. titillinn hefur mikla þýðingu fyrir mér. Hann skiptir mig svo miklu máli. Hann opnar á svo marga möguleika.“

Um skilnaðinn sagði hún:

„Ég var ekki í hamingjuríku hjónabandi. Börnin mín voru á aldrinum tíu til fjögurra ára, þau voru að alast upp. Ég ákvað að ég vildi gera eitthvað fyrir sjálfa mig.“

Lífsstíll Fionu er alls ekki ódýr. Hún segist hafa farið í fegrunaraðgerðir á nefi og nokkrar á brjóstum, svo fer hún reglulega í Botox. Hún segir að undanfarið hafi hún eytt um það bil 10.000 sterlingspundum í aðgerðirnar, en það jafngildi 1,8 milljónum króna. Svo hafi hún eytt 3.000 pundum til að „endurnýja“ fataskápinn sinn, sem að jafngildir um það bil hálfri milljón.

Spurð um ástæðu þess að hún eyði öllum þessum pening í lífsstílinn segir Fiona að útlitið hafi aldrei skipt jafn miklu máli.

Fiona segir að um þessar mundir sé hún ásamt rithöfundi að vinna að því að skrifa ævisögu sína.

Fiona ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvenær hafa bændur mök?

Hvenær hafa bændur mök?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill sjá fyrirtæki draga til baka styrki: „Hver eru gildin í lífinu? Er allt til sölu?“

Vill sjá fyrirtæki draga til baka styrki: „Hver eru gildin í lífinu? Er allt til sölu?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sólgos – Heillandi, krefjandi og spennandi ungmennabók, sem á erindi við fullorðna um leið

Sólgos – Heillandi, krefjandi og spennandi ungmennabók, sem á erindi við fullorðna um leið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opinberar að hún breytti nafni sínu stuttu fyrir raunveruleikafrægðina

Opinberar að hún breytti nafni sínu stuttu fyrir raunveruleikafrægðina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var leikkonunni byrlað? Lögregla varpar ljósi á það sem sást á eftirlitsmyndavélum

Var leikkonunni byrlað? Lögregla varpar ljósi á það sem sást á eftirlitsmyndavélum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hnýta í prinsinn og segja hann hafa gert sig að fífli á meðan tengdafaðir hans liggur á gjörgæslu

Hnýta í prinsinn og segja hann hafa gert sig að fífli á meðan tengdafaðir hans liggur á gjörgæslu