fbpx
Laugardagur 31.október 2020
Fókus

Kom syninum á óvart – Bjóst ekki við þessum viðbrögðum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 14. október 2020 16:00

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir ætlaði að koma syni sínum á óvart með því að mála herbergið hans. Hann var tilbúinn með myndavélina og ætlaði að ná viðbrögðum drengsins á myndband. En viðbrögðin komu honum heldur betur á óvart.

Faðirinn Eric Lynner deilir myndbandi af viðbrögðum sonar síns á TikTok. Myndbandið hefur slegið í gegn hjá netverjum og fengið tæplega fimm milljón áhorfa.

Í myndbandinu má sjá son hans opna hurðina að herberginu sínu. Ganga hikandi inn og segja svo: „Þetta var dónalegt. Þið máluðuð herbergið án mín.“ Hann er bersýnilega mjög sár og svekktur út í foreldra sína.

@eric.lynner##johndeere ##newpaintjob ##fyp ##parentingfail♬ original sound – Eric Lynner

Netverjar höfðu gaman að myndbandinu en dauðvorkenndu þó drengnum. Margir töldu hann hafa farið í uppnám vegna litavalsins. Eric útskýrði að það hafi ekki verið raunin, drengurinn var búinn að velja litina en var sár að herbergið var málað án hans.

„Eftir að við útskýrðum að systir hans hafi ekki verið heima þegar við máluðum herbergið þá var hann sáttur. Hann hélt að við hefðum öll málað herbergið saman án hans,“ skrifar Eric við ummælin undir færslunni.

„Það er eins gott að þið málið annað herbergi með honum,“ segir þá einn netverji.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eru þau systkini eða kærustupar – Getur þú giskað rétt?

Eru þau systkini eða kærustupar – Getur þú giskað rétt?
Fókus
Í gær

Kardashian-systir fékk COVID-19: „Megi Guð blessa okkur öll“

Kardashian-systir fékk COVID-19: „Megi Guð blessa okkur öll“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagði dóttur sinni að Peppa Pig væri fyrir utan – En í staðinn var svínshræ

Sagði dóttur sinni að Peppa Pig væri fyrir utan – En í staðinn var svínshræ
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þess vegna neitar Siggi Hlö að spila lög eftir Michael Jackson

Þess vegna neitar Siggi Hlö að spila lög eftir Michael Jackson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óprúttinn aðili braust inn til Línu og Gumma – „Mjög óþægi­legt og óhuggu­legt“

Óprúttinn aðili braust inn til Línu og Gumma – „Mjög óþægi­legt og óhuggu­legt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faldi myndavél í rassvasanum – Greip menn glóðvolga

Faldi myndavél í rassvasanum – Greip menn glóðvolga