fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Litla stúlkan með stóra fæðingarblettinn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 1. október 2020 20:00

Luna litla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luna er eins og hálfs árs. Hún fæddist með einstakan fæðingarblett, svokallaða valbrá (e. facial nevus), sem huldi stóran hluta andlits hennar. Hún hefur farið í fjölda aðgerða og á fleiri aðgerðir eftir til að fjarlægja blettinn. Með tímanum getur orðið sársaukafullt fyrir Lunu að vera með blettinn og hann eykur einnig verulega líkur hennar að fá krabbamein.

Fjallað er um sögu Lunu í nýlegum þætti á YouTube-rás Truly. Móðir Lunu, Carolina, átti eðlilega meðgöngu og fæðingu. Hún vissi ekki af sérkenni dóttur sinnar fyrr en hún fæddist.

„Ég vildi ekki hitta Lunu eftir að ég átti hana. Thiago, maðurinn minn, kom í herbergið og sagði mér að ég þyrfti að hitta dóttur mína. „Hún er fullkomin,“ sagði hann. Hann sér ekki einu sinni fæðingarblettinn,“ segir Carolina.

https://www.instagram.com/p/CErPrh5BE8y/

Carolina segir að þau voru ekki búin að taka ákvörðun um hvort þau ætluðu að láta fjarlægja fæðingarblettinn en það breyttist eftir að þau fóru með hana í kirkju og mættu skelfilegu viðmóti kirkjugesta. „Gömul kona kallaði hana skrímsli. Hún var tveggja mánaða gömul. Við ákváðum þennan dag að láta fjarlægja fæðingarblettinn,“ segir hún.

Luna hefur gengist undir nokkrar aðgerðir, meðal annars á enni, undir augum og á nefi. Aðgerðirnar voru mjög dýrar og greiddu tryggingarnar ekki fyrir þær. Foreldrarnir gripu þá til sinna ráða.

„Við byrjuðum að halda viðburði, sækjast eftir styrkjum á GoFundMe og fórum í herferð um alla Brasilíu og Bandaríkin. Þegar Luna var tveggja mánaða bjó einhver til dúkku sem lítur út eins og Luna. Allir sem komu í heimsókn til okkar spurðu um dúkkuna. Við töluðum við konuna sem gerði dúkkuna og byrjuðum að framleiða og selja dúkkurnar til að borga sjúkrakostnað Lunu,“ segir Carolina.

https://www.instagram.com/p/CFe8QvOhZMS/

Það mætti segja að Luna sé orðin fræg, enda algjör stjarna. Hún er með tæplega 260 þúsund fylgjendur á Instagram og á marga aðdáendur.

Carolina segir að með tímanum hafa þau lært að kljást við neikvæða athygli og ljót ummæli vegna útlits Lunu.

Luna elskar að horfa í spegillinn og fikta í hárinu sínu. „Hún er ótrúlega hamingjusöm og hress. Hún elskar að leika og dansa. Ég vil að hún verði hamingjusöm í framtíðinni,“ segir Carolina.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hárprúð dóttir Rikka G og Valdísar komin í heiminn

Hárprúð dóttir Rikka G og Valdísar komin í heiminn
Fókus
Í gær

Ragnhildur segir þetta kjarnann í að taka ábyrgð: „Eignaðu þér framkomu þína og skaðann sem hlaust af henni“

Ragnhildur segir þetta kjarnann í að taka ábyrgð: „Eignaðu þér framkomu þína og skaðann sem hlaust af henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Dúóið sem þú bjóst ekki við að sjá saman“

Vikan á Instagram – „Dúóið sem þú bjóst ekki við að sjá saman“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ósk: „Ég var komin á þann stað að vera ein heima með belju og drakk þar til hún kláraðist“

Steinunn Ósk: „Ég var komin á þann stað að vera ein heima með belju og drakk þar til hún kláraðist“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“