fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Litla stúlkan með stóra fæðingarblettinn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 1. október 2020 20:00

Luna litla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luna er eins og hálfs árs. Hún fæddist með einstakan fæðingarblett, svokallaða valbrá (e. facial nevus), sem huldi stóran hluta andlits hennar. Hún hefur farið í fjölda aðgerða og á fleiri aðgerðir eftir til að fjarlægja blettinn. Með tímanum getur orðið sársaukafullt fyrir Lunu að vera með blettinn og hann eykur einnig verulega líkur hennar að fá krabbamein.

Fjallað er um sögu Lunu í nýlegum þætti á YouTube-rás Truly. Móðir Lunu, Carolina, átti eðlilega meðgöngu og fæðingu. Hún vissi ekki af sérkenni dóttur sinnar fyrr en hún fæddist.

„Ég vildi ekki hitta Lunu eftir að ég átti hana. Thiago, maðurinn minn, kom í herbergið og sagði mér að ég þyrfti að hitta dóttur mína. „Hún er fullkomin,“ sagði hann. Hann sér ekki einu sinni fæðingarblettinn,“ segir Carolina.

https://www.instagram.com/p/CErPrh5BE8y/

Carolina segir að þau voru ekki búin að taka ákvörðun um hvort þau ætluðu að láta fjarlægja fæðingarblettinn en það breyttist eftir að þau fóru með hana í kirkju og mættu skelfilegu viðmóti kirkjugesta. „Gömul kona kallaði hana skrímsli. Hún var tveggja mánaða gömul. Við ákváðum þennan dag að láta fjarlægja fæðingarblettinn,“ segir hún.

Luna hefur gengist undir nokkrar aðgerðir, meðal annars á enni, undir augum og á nefi. Aðgerðirnar voru mjög dýrar og greiddu tryggingarnar ekki fyrir þær. Foreldrarnir gripu þá til sinna ráða.

„Við byrjuðum að halda viðburði, sækjast eftir styrkjum á GoFundMe og fórum í herferð um alla Brasilíu og Bandaríkin. Þegar Luna var tveggja mánaða bjó einhver til dúkku sem lítur út eins og Luna. Allir sem komu í heimsókn til okkar spurðu um dúkkuna. Við töluðum við konuna sem gerði dúkkuna og byrjuðum að framleiða og selja dúkkurnar til að borga sjúkrakostnað Lunu,“ segir Carolina.

https://www.instagram.com/p/CFe8QvOhZMS/

Það mætti segja að Luna sé orðin fræg, enda algjör stjarna. Hún er með tæplega 260 þúsund fylgjendur á Instagram og á marga aðdáendur.

Carolina segir að með tímanum hafa þau lært að kljást við neikvæða athygli og ljót ummæli vegna útlits Lunu.

Luna elskar að horfa í spegillinn og fikta í hárinu sínu. „Hún er ótrúlega hamingjusöm og hress. Hún elskar að leika og dansa. Ég vil að hún verði hamingjusöm í framtíðinni,“ segir Carolina.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Í gær

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“